Samtal um verðmæti skapandi greina, nýsköpun og úthlutun Hönnunarsjóðs
Verið öll velkomin í Grósku þriðjudaginn 22. október á samtal um verðmæti skapandi greina, nýsköpun og úthlutun Hönnunarsjóðs.
Fjallað verður um framtíðarsýn Hönnunarsjóðs, Ágúst Ólafur Ágústsson veitir innsýn inn í nýútkomna skýrslu um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi og nokkrir styrkþegar halda örerindi um mikilvægi styrkja Hönnunarsjóðs fyrir framgang verkefna.
Að lokum úthlutar Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra styrkjum í seinni úthlutun Hönnunarsjóðs ársins 2024.
Vinsamlegast staðfestið komu hér.
Léttar veitingar