Fyrirlestur á Nýp á Skarðsströnd um verkefni Studio Bua
Fimmtudaginn 17. nóvember kl. 17.00 heldur Studio Bua fyrirlestur á Nýp á Skarðsströnd um verkefni sín á Skarðsströnd og víðar. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Verkefni Studio Bua hafa fengið mikla umfjöllun og athygli utan landsteinanna en í þessari viku hlutu þau sérstaka viðurkenningu frá hönnunarmiðlinum Deezen en þá var Hlöðubergi á Skarðsströnd valið eitt af 11 verkefnum ársins á sviði arkitektúrs.
Fyrirlestur Studio Bua á fimmtudaginn mun fjalla um endurhönnun og nýja notkun steyptra íbúðar- og útihúsa sem byggð voru snemma á tuttugustu öld á Skarðsströnd við Breiðafjörð. Arkitektarnir munu jafnframt sýna dæmi um önnur slík verkefni sem þau eru að vinna að eða hafa nýlega lokið við.
Fyrirlesturinn verður einnig aðgengilegur á www.nyp.is