Umsóknarfrestur til og með sunnudagsins 16. apríl
Þriðjudaginn 22. febrúar sl. var opnað fyrir umsóknir í Minningarsjóður dr. Phil. húsameistara Guðjóns Samúelssonar fyrir árið 2023. Hlutverk sjóðsins er að útbreiða þekkingu á íslenskri húsagerðarlist. Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Tilgangur sjóðsins er að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins. Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2023.
Styrkveitingar munu að þessu sinni nema allt að kr. 1.000.000.
Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið ai@ai.is. Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2023.
Umsókn
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í umsókninni:
- Nafn á verkefni
- Stutt lýsing á verkefni (max 300 orð)
- Hver kemur að verkefninu + ferilskrá viðkomanda
- Nánar um verkefnið (max 1000 orð)
- Hvernig mun verkefnið úbreiða þekkingu á íslenskri húsagerðarlist (gildi verkefnis)
- Verk-og tímaáætlun
- Kostnaðaráætlun
- Viðbótargögn og frekari upplýsingar geta fylgt með sem viðhengi.
Um sjóðinn
Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Tilgangur sjóðsins er að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.
Minningarsjóðurinn hefur veitt styrki frá árinu 1995. Styrkveitingin hefur oftast farið fram í tengslum við afmælisdag Guðjóns Samúelssonar en hann var fæddur 16. apríl 1887 og dó 25. apríl 1950, fimm dögum eftir vígslu Þjóðleikhússins.
Formaður stjórnar sjóðsins 2021 er Sigríður Maack, formaður AÍ. Aðrir í stjórn eru Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Garðar Snæbjörnsson, félagar í AÍ og Erling Jóhannesson forseti BÍL, sem tilnefndur er af stjórn BÍL.