Útgáfa og uppskeruhátíð - Náttúrulitun í nútíma samhengi
Fatahönnuðurðinn Sigmundur P. Freysteinsson fagnar útgáfu á rannsókn sinni á textíllitun, Náttúrulitun í nútímasamhengi, í bókverki sem inniheldur greinargóðan gagnagrunn náttúrulita úr íslensku umhverfi. Samtals um 440 litatónar. Útgáfuhófið fer fram í Hönnunarsafni Íslandi fimmtudaginn 5. ágúst kl. 16 og allir velkomnir.
Sigmundur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019 og vinnur með tilraunakennda sníðagerð, hönnun, jurtalitun og nýsköpun í textíl. Markmið hans er að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. Sýningin var frumsýnd á HönnunarMars í maí en hann hefur haft afnot af rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar og hafa gestir getað fylgst með tilraunum og hönnunarvinnunni sem þar fer fram.
Verkefnið sýnir hversu fjölbreytta liti má ná fram með náttúrulegu litarefni úr íslensku umhverfi. Síðastliðið ár hefur Sigmundur gert tilraunir á rúmlega 40 mismunandi litunarefnum frá plöntum, þangi og matarúrgangi. Afurðin er greinargóður gagnagrunnur náttúrulita úr íslensku umhverfi. Markmiðið með rannsókninni er að kanna möguleika íslenskrar textíllitunnar sem umhverfisvænan valkost fyrir framleiðslu á nútíma hönnun. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur.
Til að byrja með verða einungis gefin út örfá eintök af bókverkinu sem verður fáanlegt á viðburðinum fyrir 25.000 kr.
Sólrún Arnardóttir sem stundar nám í textílhönnun við Central Saint Martins hefur aðstoðað Sigmund við verkið. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur.
Verkefnið er styrkt af Hönnunarsjóði.