Why not? Designing the Spirit of Iceland
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/2d03ecf1-8a09-467f-8997-69a763a1864f_Why+Not+-+designing+the+spirit+of+Iceland.jpeg?auto=compress,format&rect=0,0,1500,660&w=1620&h=713)
Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar.
En hver er íslenski andinn? Er hann til? Til þess að komast að því skyggnumst við inn í hugarheim átta hönnuða úr ýmsum hornum greinarinnar og heyrum þau túlka íslenska andann og tilvist hans, hvar þau fá innblástur og hvernig þau taka af skarið. Við fáum innsýn í hvernig sjálfbærni er órjúfanlegur hluti vinnu þeirra og heyrum hugleiðingar um kraftinn, orkuna og tengingarnar sem okkur er svo tamt að beisla.
Hönnuðir:
- Björn Steinar Blumenstein
- Halldór Eldjárn
- Hrólfur Karl Cela
- Jón Helgi Hólmgeirsson
- Magnea Einarsdóttir
- Marcos Zotes
- Valdís Steinarsdóttir
- Ýr Jóhannsdóttir
Þess má geta að myndin er sýnd í litlum bíósal á Hafnartorgi fyrir áhugasama sem vilja horfa á myndina fyrir HönnunarMars vapp.
–