Why not? Designing the Spirit of Iceland
Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar.
En hver er íslenski andinn? Er hann til? Til þess að komast að því skyggnumst við inn í hugarheim átta hönnuða úr ýmsum hornum greinarinnar og heyrum þau túlka íslenska andann og tilvist hans, hvar þau fá innblástur og hvernig þau taka af skarið. Við fáum innsýn í hvernig sjálfbærni er órjúfanlegur hluti vinnu þeirra og heyrum hugleiðingar um kraftinn, orkuna og tengingarnar sem okkur er svo tamt að beisla.
Hönnuðir:
- Björn Steinar Blumenstein
- Halldór Eldjárn
- Hrólfur Karl Cela
- Jón Helgi Hólmgeirsson
- Magnea Einarsdóttir
- Marcos Zotes
- Valdís Steinarsdóttir
- Ýr Jóhannsdóttir