Að verða heimsborgar arkitekt: Hugleiðingar um menntun arkitekta
Mánudaginn 27. mars kl. 20.00 verður arkitektúr og kennsla í forgrunni í fyrirlestri á vegum AÍ. Þar mun Dr. Massimo Santanicchia, arkitekt og starfandi deildarforseti Hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ, halda kynningu á doktorsverkefni sínu en þar skoðar hann hvernig arkitektamenntun getur brugðist betur við þeim loftslags- og samfélagsógnum sem steðja að í samtímanum.
Í rannsókn sinni leitast hann við að skilja áhrif heimborgaramenntunar* á arkitektamenntun til að efla félagslegt hlutverk hennar með því að mennta arkitekta sem eru betur búnir undir að glíma við stórar áskoranir.
Í lok fyrirlestrarins verður boðað til samtals um framtíð arkitektúrkennslu en í henni taka þátt Halldór Eiríksson, arkitekt, Sahar Ghaderi, arkitekt og Shruthi Basappa, arkitekt.
Öll velkomin!
Dagana 22.-24. júní verður haldin alþjóðleg kennararáðstefna um menntun í arkitektúr, en ráðstefnan er byggð á doktorsverkefni Massimo, ''Educating the cosmopolitan architect".
Hægt er að kaupa miða á ráðstefnuna hér.
Dr. Massiimo Santanicchia varð doktorsritgerð sína í nóvember sl. frá Háskóla Íslands. Hún var unnin undir leiðsögn dr. Ólafs Páls Jónssonar, prófessors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd dr. Harriet Harriss, prófessor við Pratt Institute í New York, og dr. Jón Ólafsson, prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.
*Heimsborgaramenntun í skilningi UNESCO stuðlar að þekkingu, færni, viðhorfum, gildum og hegðun sem eru nauðsynleg til að skapa friðsöm, umburðarlynd, inngildandi, örugg og sjálfbær samfélög; markmið slíkrar menntunar er einnig að móta samstarfsfúsa einstaklinga sem finnst þeir tilheyra hnattrænu samfélagi fólks og annarra vera.
Upplýsingar á ensku
Next Monday, March 27th, architecture and education will be in a spotlight in a lecture organized by The Icelandic Architect Association.
Massimo Santanicchia, architect and dean of the Faculty of Design and Architecture at LHÍ, will give a presentation on his doctoral thesis where he takes a look at how architectural education can respond better to the climate and social threats facing us today.
The Lecture takes place in Gróska, Bjargargata 1, RVK at 8.00Pm. Everybody is Welcome!
Becoming cosmopolitan citizen-architects: A reflection on architectural education.
Massimo's doctoral thesis is a contribution to the debate on how architectural education can respond better to the climate and social threats facing us today. In his research, he seeks to understand and encourage the influence of cosmopolitanism on architectural education to enhance its social role by educating architects who are better prepared to face grand challenges. Citizenship education as defined by UNESCO promotes the knowledge, skills, attitudes, values, and behaviours necessary to create peaceful, tolerant, validating, safe and sustainable societies; the aim of such education is also to form cooperative individuals who feel that they belong to the global community of people and other beings.