Hvað ef framtíðin er enn ekki glötuð?
Hvað ef framtíðin er enn ekki glötuð? Hvers konar breytingar verðum við að gera í dag í okkar samfélagi og byggða umhverfi til að geta átt bjarta framtíð?
Föstudaginn 5. maí milli kl. 17.00-18.00 mun arkitektinn Miia-Liina Tommila frá Kaleidoscope/Tommila Architects kynna efni sýningarinnar EXPO2100 sem unnin er af Nordic Works Collective. Í framhaldi munu þær Miia-Liina Tommila, Arnhildur Pálmadóttir hjá Lendager Iceland og Áróra Árnadóttir hjá Grænni byggð taka stutt spjall um þá framtíðarsýn sem sýningin varpar fram hvað varðar ný byggingarefni, hringrásarhagkerfi, framtíðar borgarmenningu og tilkomu nýrra þéttbýlisforma í arkitektúr.
Arkitektúr framtíðar í Arctic Space, Óðinsgötu 7, í dag, föstudaginn 5. maí kl. 17-18.
Öll velkomin!