Hvernig er aðlögun að loftslagsbreytingum háttað á Norðurlöndunum?
Norræna ráðstefnan NOCCA´23, ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun, fram fer 17. og 18. apríl næstkomandi. Um er að ræða sjöttu ráðstefnuna af þessu tagi og í þetta skiptið fer hún fram í Reykjavík.
Aðaláhersla ráðstefnunnar í ár er aðlögun að loftslagsbreytingum í sveitarfélögum og borgum Norðurlandanna.
Ráðstefnan hentar öllum þeim sem koma að málum tengdum aðlögun, hvort sem er í vísindasamfélaginu eða opinberri stjórnsýslu, starfsmönnum sveitarfélaga, fagstofnana, einkafyrirtækja og félagasamtaka.
Fyrri ráðstefnudagurinn samanstendur af erindum sérfræðinga víðsvegar að af Norðurlöndunum en á seinni deginum er boðið upp á fjórar mismunandi vinnustofur sem miða að því að leita lausna við margvíslegum áskorunum loftslagsbreytinga með áherslu á aðlögun.
Félagsmenn Arkitektafélags Íslands eru hvattir til að mæta og ýta þannig undir samtal og samvinnu um þetta mikilvæga málefni.
Hægt er að skrá sig á viðburðinn á www.nocca.is.
Vonandi sjáumst við á Grand hótel í apríl.
*Ráðstefnan fer fram á ensku.