Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2023

Níu framúrskarandi tilnefningar eru til Hönnunarverðlauna Íslands 2023 í þremur flokkum. Afhendinga verðlaunanna ásamt samtali þeim tengt fer frá þann 9. nóvember í Grósku. Kynntu þér tilnefningarnar hér.
Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt í tíunda sinn í ár og af því tilefni hefur verðlaunaflokkum verið fjölgað í þrjá undir heitunum Vara // Staður // Verk.
Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn sigurvegari í hverjum flokki Hönnunarverðlaun Íslands 2023, sem eru hvoru tveggja heiðurs- og peningaverðlaun. Auk þess verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.