Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í janúar

Afhending Hönnunarverðlauna, og málþing tengt þeim, átti að fara fram þann 5. nóvember næstkomandi. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur verið tekin ákvörðun um fresta verðlaununum og freista þess að hægt verði að halda raunverulegan viðburð þegar fram líða stundir. Okkur er öllum farið að þyrsta í að hittast, fá innblástur og eiga samtal um mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í sínum fjölbreyttilegu myndum. Vonum það besta.
Stefnt er að því að afhending Hönnunarverðlauna Íslands muni fara fram snemma á nýju ári. Nánari dagsetning og fyrirkomulag verður auglýst síðar.
Dómnefnd Hönnunarverðlauna hefur lokið vinnu sinni, þannig að tilnefningar og sigurvegarar liggja fyrir. Hulunni verður svipt af þeim og framúrskarandi verkefnum á sviði hönnunar og arkitektúrs á árinu á næstu vikum, það er því að nægu að hlakka til.

Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Þau beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.
Verðlaunin eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. hönnuðir þurfa að vera félagar í einu af aðildarfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin. ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna.