Félag vöru-og iðnhönnuða

Félag vöru- og iðnhönnuða er fagfélag hönnuða á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera málsvari hönnuða, með virku samtali og opnu upplýsingaflæði. Auk þess að efla þekkingu á faginu og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að faglegum vinnubrögðum og eflingu hönnunar.

Björn Steinar, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson meðal sýnenda í norrænni samsýningu í Helsinki
Vöruhönnuðirnir Björn Steinar Blumenstein, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson sýna Travel as a Tool í hinu virta finnska hönnunarsafni Design Museo í Helsinki. Á sýningunni er að finna verk eftir nokkra af fremstu hönnuðum heims.
10. ágúst 2020

Earth Matters by Philip Fimmano
Philip Fimmano tísku- og lífstílssérfræðingur, sýningarstjóri og náinn samstarfsmaður Lidewij Edelkoort, eins frægasta framtíðarrýnis í heimi.
26. maí 2020

Við getum hannað framtíðina
Í starfi sínu ferðast vöruhönnuðurinn og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir um heimsbyggðina og veitir ráðgjöf um það sem er okkur flestum hulin ráðgáta – framtíðina.
26. maí 2020

Hanna Dís Whitehead fyrsti íslenski hönnuðurinn hjá ÅBEN
Hanna Dís Whitehead var að dögunum tilkynnt sem níundi, og fyrsti íslenski hönnuðurinn, hjá ÅBEN, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja vörur eftir efnilega norræna hönnuði.
19. maí 2020

Þórunn Árnadóttir hannar kerti til styrktar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur þriðja árið í röð
Um er að ræða árlegt söluátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjarvíkur. Mæðrablómið, og er sala hafin á kertinu sem inniheldur leyniskilaboð frá þjóðþekktum konum.
6. maí 2020

„Plast algjört draumaefni“
Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson voru á dögunum í fróðlegu innslagi í RÚV Menning um Plastplan - hönnunarstúdíó og eina endurvinnsla landsins sem tekur á móti öllum flokkum plasts.
5. maí 2020

Lestrarhestur og teppi Katrínar Ólínu kynnt á hönnunarvikunni í Stokkhólmi
Hönnuðurinn Katrín Ólína og finnska fyrirtækið Made by Choice leiddu saman hesta sína og endurhönnuðu smáhillu Katrínar sem frumsýnd var á Stockholm Furniture Fair í síðustu viku. Einnig sýndi Katrín Ólína textíl sem hún vann í samstarfi við Kathea rugs í Svíþjóð.
12. desember 2019

Silfursmiðurinn Anna María Pitt opnar vinnustofu í Hönnunarsafni Íslands
Silfursmiðurinn Anna María Pitt tekur yfir vinnustofurýmið í safnbúð Hönnunarsafns Íslands og stendur vinnustofudvölin til 26. janúar 2020.
25. október 2019

Íslensk verkefni á heimsmælikvarða keppa fyrir Íslands hönd í verðlaunum Art Directors Club Europe (ADC*E)
Verðlaun Art Directors Club Europe (ADC*E) verða veitt í 29. sinn í Barcelona í byrjun nóvember næstkomandi.
25. október 2019

HönnunarMars ein af borgarhátíðum Reykjavíkur 2020-22
HönnunarMars hefur verið valin ein af borgarhátíðum Reykjavíkur 2020 – 2022 og því ein af 6 lykilhátíðum borgarinnar.
24. október 2019

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir gerir kerti í samstarfi við Tim Burton
Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, gerir Pyropet kerti fyrir sýningu leikstjórans, kvikmyndagerðamannsins og listamannsins Tim Burton í Neon Museum í Las Vegas. Um er að ræða kerti sem byggt er á lógó sýningarinnar, Spaðakertið, sem hefur vakið mikla lukku.
23. október 2019

Geysir frumsýnir nýjustu línu sína, Fýkur yfir hæðir, í dag
Geysir frumsýnir nýjustu línu sína, Fýkur yfir hæðir, í porti Hafnarhússins í dag, föstudaginn 18. október. Allir velkomnir.
18. október 2019

Gleði á opnun afmælissýningar Félag íslenskra gullsmiða.
Félag íslenskra gullsmiðavarð 95 ára þann 19. október síðastliðinn og að því tilefni sameinuðust rúmlega 30 gullsmiðir í sýningu til heiðurs félaginu í Austursal 5. hæð í Hörpu.
18. október 2019

Textílfélagið heldur upp á 45 ára afmæli með sýningu í Kirsuberjatrénu
Textílfélagið heldur upp á 45 ára afmæli sitt í ár og býður af því tilefni til sýningar í Kirsuberjatrénu.
17. október 2019

Kula glass by Bryndís komin í úrslit hjá Interior Design Awards
Kula glass eftir Bryndísi Bolladóttur, textílhönnuð er komin í úrslit um yfir bestu hönnun ársins hjá tímaritinuInterior Design, sem er virtur miðill í heimi innanhúshönnunar vestanhafs.
15. október 2019

Skartgripahönnuðurinn Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir hannar Bleiku slaufuna 2019
Bleika slaufan 2019 er hönnuð afGuðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripahönnuði í AURUM Bankastrætien í dag, 11. október er Bleiki dagurinn. AURUM by Guðbjörg hefur fest sig í sessi og fagnar 20 ára afmæli í ár.
11. október 2019

Samstarf 66°Norður og Kormáks & Skjaldar frumsýnt í dag
66°Norður og Kormákur & Skjöldur kynna samstarf sitt i dag,fimmtudaginn 10. október í verslun 66°Norður á Laugavegi milli 17-19.
10. október 2019

Valdís Steinarsdóttir á Design Diplomacy á Helsinki Design Week
6. september 2019

Átta íslenskir hönnuðir taka þátt í Crossover, samsýningu á London Design Fair
Samsýning íslenskra og erlendra hönnuða í sýningunniCrossover eftir Adorno fer fram á London Design Fair,dagana19-22. septembernæstkomandi.
16. ágúst 2019

Stóllinn Skata fagnar 60 ára afmæli á þessu ári
26. júní 2019