Dagskrá HönnunarMars 2022 er komin í loftið

Þá styttist óðum í að HönnunarMars breiði úr sér um borgina en fjölbreytta og spennandi dagskrá má nú finna á heimasíðu hátíðarinnar í öllu sínu veldi!
Yfir 100 sýningar, 400 þátttakendur og 250 viðburðir veita innsýn inn í það helsta sem er að gerast hjá íslenskum hönnuðum og arkitektum núna og gestum ferskan innblástur inn í framtíðina. Fatahönnun, grafísk hönnun, arkitektúr, vöruhönnun og allt þar á milli!
Loksins loksins getur hátíðin breitt úr sér án allra takmarkana með alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks fremsta í flokki, Design Diplomacy og tilheyrandi opnunum, viðburðunum og almennri gleði dagana 4.-8.maí!