Fatahönnunarfélag Íslands

FÍ er fagfélag fatahönnuða á Íslandi. Markmið þess er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi og standa vörð um réttindi félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni og að efla hugvit innan íslenskrar fatahönnunar. Félagið leggur sig fram við að upplýsa almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang.

Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2023
Níu framúrskarandi tilnefningar eru til Hönnunarverðlauna Íslands 2023 í þremur flokkum. Afhendinga verðlaunanna ásamt samtali þeim tengt fer frá þann 9. nóvember í Grósku. Kynntu þér tilnefningarnar hér.
26. október 2023

Rúmlega 100 ábendingar bárust til Hönnunarverðlauna Íslands 2023
Búið er að loka fyrir ábendingar til Hönnunarverðlaun Íslands 2023 en rúmlega 100 ábendingar um framúrskarandi vörur, verk og staði bárust. Það er því næg vinna framundan hjá dómnefnd verðlaunanna. Verðlaunin verða veitt í 10 sinn ár og fer afhendingin frá í Grósku 9. nóvember.
7. september 2023

Eldhúsumræður með smakki
Á sunnudaginn, 19. nóvember fara fram tveir fyrirlestrar í Hönnunarsafni Íslands sem fjalla um eldhús þar sem m.a verður boðið upp á smá smakk frá mismunandi tímabilum á meðan á fyrirlestrunum stendur.
16. nóvember 2023

Saman jólamarkaður á morgun í Hörpu
8. desember 2023

Félag íslenskra gullsmiða 100 ára: Gitte Bjørn
Sýning Gitte Bjørn býður áhorfendum í könnun á mannlegri upplifun, mannslíkamanum og ótal formum hans. Sýningin er andyri Norræna hússins og stendur til 1. nóvember.
29. október 2024
Arnhildur Pálmadóttir hlýtur Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs
Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þverfaglega nálgun og áherslu á minnkaða kolefnislosun og endurnýtingu byggingarefnis.
22. október 2024

HönnunarMars er handan við hornið!
Vorboðinn ljúfi, skemmtilegasta hátíð ársins og uppskera íslenskrar hönnunar er framundan en HönnunarMars fer fram dagana 2. – 5. apríl nk. Íslensk hönnun í sinni fjölbreyttustu mynd á sviðið venju samkvæmt en viðburðir og sýningar eru á annað hundrað þetta árið og þátttakendur enn fleiri. Arkitektúr, skargripir, tíska, vöruhönnun, upplifanir og fjölmargt fleira verður á boðstólum víða um stórhöfuðborgarsvæðið þó langstærstur hluti dagskrár sé í miðborg Reykjavíkur.
21. mars 2025