Félag vöru-og iðnhönnuða
Félag vöru- og iðnhönnuða er fagfélag hönnuða á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera málsvari hönnuða, með virku samtali og opnu upplýsingaflæði. Auk þess að efla þekkingu á faginu og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að faglegum vinnubrögðum og eflingu hönnunar.
Málþing um gervigreind og höfundarétt
Þann 29. september fer fram málþing um gervigreind og höfundarétt á vegum STEF, Myndstef, Rithöfundasambandið, Hagþenkir, Blaðamannafélagið, Félag leikstjóra á Íslandi, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikskálda og handritshöfunda, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst.
15. september 2023
Sófaspjall: Fitjað upp á framtíð ullarframleiðslu á Íslandi
Hvers er íslenska ullin megnug? Hver er framtíð ullarframleiðslu á Íslandi? Hvers vegna er mikilvægt að viðhalda henni? Hverju þarf að huga að til að tryggja stöðu hennar? Skrifstofan Íslenzk ull býður til sófaspjalls á Fundi fólksins næstkomandi laugardag.
14. september 2023
Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2024
Ásmundarsalur kallar eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2024, þar sem leitað er eftir umsóknum fyrir 4 - 6 vikna einkasýningar og samsýningar í 72 fm sýningasal á 2.hæð. Einnig er kallað eftir sýningum á kaffihúsið á fyrstu hæð og 4 - 8 vikna vinnustofum í Gunnfríðargryfju. Umsóknarfrestur er til og með 8. september.
29. ágúst 2023
Atlason Studio hlýtur virtustu hönnunarverðlaun Bandaríkjanna, National Design Awards 2023
Íslenska hönnunarstofan Atlason Studio hlaut í dag verðlaun í flokki vöruhönnunar á stærstu og virtustu hönnunarverðlaunum Bandaríkjanna, Cooper Hewitt National Design Awards 2023. Atlason Studio var stofnuð í NY árið 2004 af Hlyni Vagni Atlasyni.
16. ágúst 2023
Sumarlokun skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 17. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst.
14. júlí 2023
Hlutir gerast í Norðri
Dagana 28. - 30. september fer fram í fyrsta sinn hátíð vöruhönnunar á Húsavík og nágrenni. Þar mun almenningi gefast kostur á að kynna sér fag hönnuðarinns. Áhersla verður lögð á mikilvægi vöruhönnunar í samfélaginu og hvernig hún hefur mótað okkar daglega líf.
14. júlí 2023
Settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang
Jan Christian Vestre, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Noregs og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang um hönnun og arkitektúr á Alþjóðlegu arkitektúrráðstefnunni sem fór fram í Kaupmannahöfn í byrjun júlí. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er fulltrúi Íslands í samstarfinu.
11. júlí 2023
Rammagerðin opnar alíslenskt hönnunarhús að Laugavegi 31
Rammagerðin hefur leigt húsnæðið á Laugavegi 31, sem gengið hefur undir nafninu Kirkjuhúsið, undir nýja flaggskipsverslun fyrirtækisins. Nýja verslunin mun auka enn frekar möguleika Rammagerðarinnar til áframhaldandi samstarfs við hönnuði, en í verslunum Rammagerðarinnar er fjölbreytt framboð af vörum unnar í samstarfi við öflugan hóp íslenskra hönnuða.
23. júní 2023
Ársskýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 2022/2023 er komin út
Ársskýrsla Miðstöðvarinnar 2022/2023 kom út í aðdraganda ársfundar en þar er farið yfir rekstur og fjármál, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi ásamt því að fá innsýn inn í hvað er framundan. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
19. júní 2023
Ísland taki þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr
Liður í nýsamþykktri aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúr er að tryggja þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Unnið er að undirbúningi þess og stefnt að þátttöku frá og með árinu 2025. Þetta var tilkynnti Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra á nýafstöðnum ársfundi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
16. júní 2023
Allt í blóma á sumargleði Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Sumargleði og ársfundur Miðstöðvarinnar fór fram í Grósku miðvikudaginn 14. júlí. Fjölmennt og góðmennt var á fundinum sem svo leystist upp í almenna gleði.
15. júní 2023
Húsfyllir á opnun Samband/Connection í Kaupmannahöfn
Fjölmennt var í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn við opnun sýningarinnar Samband/Connection á 3 Days of Design í síðustu viku. Þar er að finna framúrskarandi vörur eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýningin er framleidd af Epal í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn.
12. júní 2023
FÓLK á 3 days of design
Íslenska hönnunarfyrirtækið FÓLK tekur þátt í dönsku hönnunarvikunni 3 days of design í sérstöku samstarfi við Polestar. Sýning FÓLK verður í sýningarrými Polestar í hjarta Kaupmannahafnar, Kristen Bernikowsgade 3, dagana 7. - 9. júní.
5. júní 2023
Hittumst og fögnum!
Velkomin á sumargleði og ársfund Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þann 14. júní í Grósku.
2. júní 2023
Samband/Connection á 3 days of design
Sýningin Samband/Connection sýnir vörur eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýningin er hluti af dönsku hönnunarvikunni, 3 days of design, sem stendur yfir dagana 7. - 9. júní.
1. júní 2023
Rannsóknarsetur skapandi greina stofnað
Stofnfundur Rannsóknaseturs skapandi greina fór fram þriðjudaginn 23. maí. Hlutverk Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) verður m.a. að stuðla að samráði háskóla, stofnana, stjórnvalda, Hagstofu Íslands og atvinnulífs menningar og skapandi greina, sem styrkt getur innviði og vöxt atvinnugreinanna og eflt gagnaöflun og greiningu sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir og miðlun.
24. maí 2023
Stutt og skemmtilegt námskeið í rísóprentun
Þann 30. maí hefst stutt og hnitmiðað námskeið í rísóprentun í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Á námskeiðinu, sem stendur yfir í fjóra kennsludaga, fá þáttakendur tækifæri til að kynnast möguleikum rísóprentvélararinnar og læra að undirbúa verk til prentunar í einum, tveimur eða fleiri litum.
16. maí 2023
Starfandi einstaklingum fjölgar mest í hönnun og arkitektúr
Rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum voru rúmlega 126 milljarðar árið 2021 og hækkuðu um 5,6% frá fyrra ári samkvæmt nýútkomnum menningarvísi Hagstofunnar. Milli áranna 2019 og 2021 hækkuðu rekstrartekjur hins vegar einungis um 0,4% á verðlagi ársins 2021. Rekstrartekjur 2021 voru hæstar í kvikmyndum og sjónvarpi eða um 22% af heildartekstrartekjum og tæp 15% í fjölmiðlum annars vegar og hönnun og arkitektúr hins vegar.
11. maí 2023
HönnunarMars 2023 - sýningar sem standa lengur
Þrátt fyrir að HönnunarMars hátíðinni er nú formlega lokið, eftir 5 daga af vel heppnuðum hátíðarhöldum, sýningum og viðburðum eru nokkrar sýningar á dagskrá ennþá opnar. Alls voru um 100 sýningar og yfir 150 viðburðir á dagskrá og því ekki ólíklegt að einhverjum hafi ekki tekist að sjá allt sem var á dagskrá. Hér má má sjá yfirlit yfir þær sýningar sem standa opnar lengur.
8. maí 2023
Opnunarhóf HönnunarMars 2023
Fimmtánda árið í röð er HönnunarMars boðberi nýrra hugmynda, innblásturs, skapandi lausna og bjartsýni þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti. Verið öll hjartanlega velkomin á opnunarhóf HönnunarMars í Hörpu þann 3. maí kl. 17:00.
1. maí 2023