Ísland taki þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr
Liður í nýsamþykktri aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúr er að tryggja þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Unnið er að undirbúningi þess og stefnt að þátttöku frá og með árinu 2025. Þetta var tilkynnti Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra á nýafstöðnum ársfundi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
16. júní 2023
Allt í blóma á sumargleði Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Sumargleði og ársfundur Miðstöðvarinnar fór fram í Grósku miðvikudaginn 14. júlí. Fjölmennt og góðmennt var á fundinum sem svo leystist upp í almenna gleði.
15. júní 2023
Hittumst og fögnum!
Velkomin á sumargleði og ársfund Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þann 14. júní í Grósku.
2. júní 2023
Samband/Connection á 3 days of design
Sýningin Samband/Connection sýnir vörur eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýningin er hluti af dönsku hönnunarvikunni, 3 days of design, sem stendur yfir dagana 7. - 9. júní.
1. júní 2023
Rannsóknarsetur skapandi greina stofnað
Stofnfundur Rannsóknaseturs skapandi greina fór fram þriðjudaginn 23. maí. Hlutverk Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) verður m.a. að stuðla að samráði háskóla, stofnana, stjórnvalda, Hagstofu Íslands og atvinnulífs menningar og skapandi greina, sem styrkt getur innviði og vöxt atvinnugreinanna og eflt gagnaöflun og greiningu sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir og miðlun.
24. maí 2023
Stutt og skemmtilegt námskeið í rísóprentun
Þann 30. maí hefst stutt og hnitmiðað námskeið í rísóprentun í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Á námskeiðinu, sem stendur yfir í fjóra kennsludaga, fá þáttakendur tækifæri til að kynnast möguleikum rísóprentvélararinnar og læra að undirbúa verk til prentunar í einum, tveimur eða fleiri litum.
16. maí 2023
Starfandi einstaklingum fjölgar mest í hönnun og arkitektúr
Rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum voru rúmlega 126 milljarðar árið 2021 og hækkuðu um 5,6% frá fyrra ári samkvæmt nýútkomnum menningarvísi Hagstofunnar. Milli áranna 2019 og 2021 hækkuðu rekstrartekjur hins vegar einungis um 0,4% á verðlagi ársins 2021. Rekstrartekjur 2021 voru hæstar í kvikmyndum og sjónvarpi eða um 22% af heildartekstrartekjum og tæp 15% í fjölmiðlum annars vegar og hönnun og arkitektúr hins vegar.
11. maí 2023
HönnunarMars 2023 - sýningar sem standa lengur
Þrátt fyrir að HönnunarMars hátíðinni er nú formlega lokið, eftir 5 daga af vel heppnuðum hátíðarhöldum, sýningum og viðburðum eru nokkrar sýningar á dagskrá ennþá opnar. Alls voru um 100 sýningar og yfir 150 viðburðir á dagskrá og því ekki ólíklegt að einhverjum hafi ekki tekist að sjá allt sem var á dagskrá. Hér má má sjá yfirlit yfir þær sýningar sem standa opnar lengur.
8. maí 2023
Opnunarhóf HönnunarMars 2023
Fimmtánda árið í röð er HönnunarMars boðberi nýrra hugmynda, innblásturs, skapandi lausna og bjartsýni þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti. Verið öll hjartanlega velkomin á opnunarhóf HönnunarMars í Hörpu þann 3. maí kl. 17:00.
1. maí 2023
Hvernig er best að HönnunarMars- era? HönnunarMars 2023
Nú er HönnunarMars að hefjast en frá 3. - 7. maí mun borgin iða af lífi með fjölda sýninga og viðburða sem fara fram um allt höfuðborgarsvæðið - Skapandi kraftar, innblástur, fegurð og fögnuður eru allsráðandi. Allt frá arkitektúr, grafískri hönnun, fatahönnun, stafrænni hönnun, vöruhönnun og allt þar á milli. Hér er allt sem þú þarft að vita til að njóta hátíðarinnar til hins ítrasta.
1. maí 2023
HönnunarMars fyrir áhugafólk um arkitektúr
28. apríl 2023
HönnunarMars fyrir áhugafólk um tísku
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 3. til 7. maí nk. og breiðir úr sér um alla borg. Rúmlega 100 sýningar og 120 viðburðir eru á dagskrá í ár og því ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi.
28. apríl 2023
DesignTalks 2023 - Kjartan Örn Ólafsson
Kjartan Örn Ólafsson, loftslagsfrumkvöðull, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.
24. apríl 2023
DesignTalks 2023 - Refik Anadol, listamaður, leikstjóri og brautryðjandi í fagurfræði gervigreindar
Refik Anadol, listamaður, leikstjóri og brautryðjandi í fagurfræði gervigreindar, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.
22. apríl 2023
DesignTalks 2023 - Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri brand, hönnunar- og nýsköpunarsviðs Bláa lónsins. Meðeigandi í Design Group Italia
Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri brand, hönnunar- og nýsköpunarsviðs Bláa lónsins og meðeigandi í Design Group Italia, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs.
22. apríl 2023
Þrjár samkeppnir um sýningar í þjóðgörðum Íslands
Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður í samvinnu við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaup efna til þriggja samkeppna um sýningar í þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri og gestastofu Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs á Skútustöðum við Mývatn.
18. apríl 2023
DesignTalks 2023 - Lee Baker frá Graphic Rewilding, listamaður og tónskáld
Lee Baker frá Graphic Rewilding, listamaður og tónskáld, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.
13. apríl 2023
DesignTalks 2023 - Liam Young, sci-fi arkitekt og leikstjóri
Liam Young, sci-fi arkitekt, leikstjóri og framleiðandi, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. .
13. apríl 2023
Kossmanndejong vinnur samkeppni um sýningu í Náttúruminjasafni Íslands
Niðurstöður hafa verið birtar í hönnunarsamkeppni um sýningu Náttúruminjasafns Íslands í nýjum höfuðstöðum þess í Náttúruhúsi í Nesi. Hollenska sýningarfyrirtækið Kossmanndejong bar sigur úr býtum en alls sóttu tíu hönnunarteymi um þátttökurétt. Það var Náttúruminjasafn Íslands í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaup sem stóð fyrir samkeppninni, sem var hönnunar- og framkvæmdarkeppni með forvali.
13. apríl 2023
Hvað nú? Dagskrá HönnunarMars 2023 er komin í loftið
HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi en í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? (e. What now?). Fjölbreytta dagskrá má nú kynna sér á heimasíðu hátíðarinnar.
5. apríl 2023