
Sigrún Guðjónsdóttir „Rúna” hlýtur heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2023
Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2023 er Sigrún Guðjónsdóttir „Rúna” fyrir framlag sitt til leirlistar og brautryðjendastarf á því sviði hér á landi.
9. nóvember 2023

Loftpúðinn er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Loftpúðinn eftir Fléttu fyrir FÓLK Reykjavík er sigurvegari í flokknum Vara á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 fyrir að vera nútímalegir, einstakit og fallegir auk þess að vera frábært dæmi um nýskapandi hönnun með áherslu á hringrás.
9. nóvember 2023

Angústúra hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2023
Angústúra bókaforlag hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 en bókaforlagið hefur frá upphafi átt í samstarfi við leiðandi hönnuði og átt sinn þátt í skrásetningu á hönnunarsögu landsins.
9. nóvember 2023

Saman ~ matar, menningar og upplifunar markaður - taktu þátt!
Opið er fyrir umsóknir í Saman ~ menningar- &matar markaður sem fer fram laugardaginn 9. desember í Hörpu. Um er ræða vettvang fyrir skemmtilegustu, áhugaverðustu og færustu hönnuði, listamenn, matar- og drykkjarframleiðendur til að selja vörur sínar, bjóða afslætti, setja óvæntar nýjungar og kynna vörumerki.
26. október 2023

Fögnum framúrskarandi íslenskri hönnun 9. nóvember
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2023 fer fram í Grósku þann 9. nóvember. Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu til í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau.
26. október 2023

Íslensk hönnun lýsir upp borgina í október
„Þetta er íslensk hönnun“ kynningarátakið lýsir upp höfuðborgina frá og með deginum í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem nýstárleg, fjölbreytileg og litrík íslensk hönnun og arkitektúr birtist og tekur yfir öll ljósaskilti höfuðborgarsvæðisins í heila viku.
16. október 2023

Opið fyrir umsóknir í borgarsjóð Reykjavíkurborgar
Opið er fyrir umsóknir um styrki úr borgarsjóði fyrir verkefni á árinu 2024. Umsóknarfrestur er til 27. október
12. október 2023

Vegrún tilnefnt sem verk ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Vegrún eftir Kolofon og co er tilnefnt í flokknum verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.
12. október 2023

Nýjar áherslur í nýsköpun - mikilvægi og framtíð Hönnunarsjóðs
Í tilefni af 10 ára afmæli stendur Hönnunarsjóður fyrir viðburði og samtali í Grósku þann 18. október kl. 16.00 - 18:00.
11. október 2023

Dvergsreitur tilnefndur sem staður ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Dvergsreitur eftir arkitektastofurnar KRADS og TRÍPÓLÍ, ásamt Landmótun, er tilnefnt sem staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.
10. október 2023

Kynning hjá Syrusson fyrir hönnuði og arkitekta
Húsgagnaframleiðandinn Syrusson blæs til skemmtunar hjá sér þann 19. október þar sem kynntar verða nýjar húsgagnalínur og sérlínur. Húsgagnaframleiðandinn Narbutas og danski efnisframleiðandinn Gabriel verða á svæðinu til að kynna nýjungar.
10. október 2023

Opið fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 - snemmskráning til 31. október
Búið er að opna fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 sem fer fram í sextánda sinn dagana 24 - 28. apríl. Vertu með!
5. október 2023

Opið fyrir tilnefningar til Scandinavian Design Awards 2024
Scandinavian Design Awards 2024 leitar að tilnefningum, frestur til 6. október. Verið er að leita ef framúrskarandi hönnun, arkitektúr og innanhúshönnun frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Verðlaunin fara fram í tengslum við Stockholm Furniture Fair 6. febrúar 2024.
4. október 2023

Þrjár opnanir í Hönnunarsafni Íslands 6. október
Þrjár opnanir eru í Hönnunarsafni Íslands þann 6. október næstkomandi. Dolinda Tanner, Keramik og veflistverk á Pallinum, Skráning á teikningum eftir Lothar Grund í Safninu á röngunni og sýningin Hönnunarsafn sem heimili opnar í heild sinni.
4. október 2023

Hvað langar þig að heyra og sjá á DesignTalks 2024? Opið kall til 16. október
Lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks fer fram þann 24. apríl 2024 í sextánda sinn. Viðburðurinn hefur skapað sér mikilvægan sess á innlendum og alþjóðlegum vettvangi og hefur farið fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi Hörpu í mörg ár.
4. október 2023

Samsýning, fyrirlestrar, hönnunar Pubquiz og klúðurkvöld meðal þess sem er á fjölbreyttri dagskrá Hönnunarþings á Húsavík
Dagana 28. - 30. september fer fram í fyrsta sinn Hönnunarþing, hátíð vöruhönnunar á Húsavík og nágrenni. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér fag hönnuðarins og áhersla lögð á mikilvægi vöruhönnunar í samfélaginu og hvernig hún hefur mótað okkar daglega líf.
19. september 2023

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2023?
Ný dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands árið 2023 er tekin til starfa og er skipuð átta vel völdum einstaklingum sem eru fulltrúar ólíkra faghópa innan hönnunar og arkitektúrs.
18. september 2023

Málþing um gervigreind og höfundarétt
Þann 29. september fer fram málþing um gervigreind og höfundarétt á vegum STEF, Myndstef, Rithöfundasambandið, Hagþenkir, Blaðamannafélagið, Félag leikstjóra á Íslandi, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikskálda og handritshöfunda, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst.
15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2024
Ásmundarsalur kallar eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2024, þar sem leitað er eftir umsóknum fyrir 4 - 6 vikna einkasýningar og samsýningar í 72 fm sýningasal á 2.hæð. Einnig er kallað eftir sýningum á kaffihúsið á fyrstu hæð og 4 - 8 vikna vinnustofum í Gunnfríðargryfju. Umsóknarfrestur er til og með 8. september.
29. ágúst 2023

Sumarlokun skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 17. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst.
14. júlí 2023