DesignTalks 2022 - Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar, stofnendur Universal Thirst
Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar, stofnendur Universal Thirst, koma fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
Universal Thirst er letursmiðja sem sérhæfir sig í leturgerðum fyrir indverskt og latneskt ritunarkerfi. Hún var stofnuð árið 2016 af Gunnari Vilhjálmssyni og Kalapi Gajjar sem hafa síðan þá verið í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á borð við Google, Falcon Enamelware, The Gourmand, Icelandair, Frieze Art Fair, Dhaka Art Summit, HönnunarMars og Dishboom. Teymi Universal Thirst samanstendur af sérfræðingum í leturgerð sem vinna frá höfuðstöðvunum í Reykjavík og Bangalore auk fleiri staða víða um Evrópu og Indland.
Markmið Universal Thirst er að auka hönnunarmöguleika á indverskum ritkerfum á borð við Davangari, Bangla, Gujarati, Tamil og Kannada, með tilraunum og rannsóknum á ólíkum leturgerðum auk hagnýtra og áreiðanlegra leturgerða og vörumerkja. Verk Gunnars og Kalapi eru innblásin af sjónrænum einkennum úr menningu þeirra beggja en letursmiðjan leggur metnað sinn í að vinna að þróun leturgerða samhliða því að virða hefðir hvers tungumáls og prentleturs.
Verk Universal Thirst eru hluti af mikilli framþróun sem á sér stað þessa stundina í indverska ritkerfinu, knúin áfram af alþjóðlegri útbreiðslu internetsins, snjallsíma og auknu aðgengi að ýmiskonar hönnunarforritum. Universal Thirst hefur unnið með sjálfstæðum hönnunarstúdíóum auk stórra tæknirisa og þannig hjálpað fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum að koma til móts við alþjóðlegan fjölbreytileika tungumálsins.
DesignTalks 2022 snýr aftur á dagskrá þann 4. maí í Silfurbergi í Hörpu og stjórnandi er Hlín Helga Guðlaugsdóttir og kynnir verður Marcus Fairs, ritstjóri og stofnandi ein virtasta hönnunarmiðils í heimi í dag, Dezeen, sem tengir samtalið alþjóðlegu samhengi og dregur fram mikilvægi þess fyrir breiðari hóp.
Dagskrá dagsins verður ferðalag um fornar aðferðir, seiglu, handverk og frumbyggja visku, um tilraunir til endurhugsunar núverandi kerfa, viðbragð við krísuástandi, hönnun upplýsinga, tækni og gagnalæsi yfir í útvíkkaða raunveruleika og spáhönnun sem dregur upp framtíðarmyndir til að spegla og rýna samtímann.
„Þetta verður hátíð ímyndunaraflsins - og stund íhugunar.”
- Hlín Helga, stjórnandi DesignTalks.
Búið er tilkynna þau Barbara, hönnunarskáldsaga, Susanne Vos, stafrænan fatahönnuð, Arnhildi Pálmadóttur, arkitekt, Gabriela Sánchez y Sánchez de la Barquera, sköpunarstjóra, Aamu Song og Johan Olin, listamenn og hönnuði hjá Company, Anders Lendager, arkitekt, framkvæmdastjóra og stofnanda Lendager Group, Liam Young, leikstjóra og sci-fi arkitekt, Giorgiu Lupi, upplýsingahönnuð og partner hjá Pentagram, Stefán Laxness, arkitekt og fræðimann og Valdís Steinarsdóttir, hönnuð.
Það stefnir í fjölbreyttan dag í Hörpu þann 4. maí - fylgstu með hér er við tilkynnum hverjir fleiri koma fram á DesignTalks 2022.
DesignTalks er lykilviðburður HönnunarMars hátíðarinnar sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4. - 8. maí!