Félag vöru-og iðnhönnuða
Félag vöru- og iðnhönnuða er fagfélag hönnuða á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera málsvari hönnuða, með virku samtali og opnu upplýsingaflæði. Auk þess að efla þekkingu á faginu og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að faglegum vinnubrögðum og eflingu hönnunar.
Flothetta í samstarf við Bláa Lónið
Bláa Lónið og fyrirtækið Flothetta hafa hafið samstarf um einstakar flotmeðferðir þar sem farið er djúpt inn í heim vatnsslökunar. Flotmeðferð er afurð fyrirtækisins Flothettu og er djúpslakandi upplifunarhönnun, þróuð út frá flotbúnaði Flothettu. Flotmeðferðin hlaut tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2020.
21. febrúar 2022
Opið fyrir innsendingar í FÍT keppnina 2022
11. febrúar 2022
Ertu að leita að hönnuði eða arkitekt?
Yfirlit yfir hönnuði og arkitekta er komið í loftið á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Markmiðið er að auka sýnileika og auðvelda aðgengi að hönnuðum og arkitektum.
23. janúar 2022
Framtíðarbókasafn, miðbæjargarður, faldar perlur - samkeppnir, valferli og forval framundan
Í vikunni fóru af stað þrjár opnar hugmyndasamkeppnir, eitt valferli og ein forvalskeppni miðaðar að hönnuðum og arkitektum. Hér má sjá yfirlit með helstu upplýsingum.
14. janúar 2022
Níu hönnuðir hljóta listamannalaun 2022
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og að þessu sinni hljóta níu einstaklingar úthlutað úr launasjóði hönnuða. 50 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 488 mánuði.
13. janúar 2022
Hugmyndasamkeppni um Miðbæjargarð í Mosfellsbæ
Mosfellsbær í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um nýjan bæjargarð og upplifunar- og áningarstað í miðbæ Mosfellsbæjar. Skilafrestur til 21. mars.
13. janúar 2022
Árið 2021 í hönnun og arkitektúr
Þá er árinu 2021 að ljúka. Ári sem hefur haft sínar hæðir og lægðir, samkomutakmarkanir, sóttvarnir og afléttingar í bland. Þrátt fyrir furðulegt ár hefur allskonar áhugavert átt sér stað þegar kemur að hönnun og arkitektúr sem við rifjum upp hér.
30. desember 2021
Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Stjórn og starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sendir hugheilar hátíðarkveðjur. Skrifstofa okkar er lokuð frá 22. desember til 4. janúar. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
21. desember 2021
Samkeppni um ljóslistaverk fyrir Vetrarhátíð 2022 - svör við fyrirspurnum
Svör við fyrirspurnum varðandi samkeppni sem Reykjavíkurborg stendur fyrir í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2022. Verkið felst í vörpun á stafrænu verki á Hallgrímskirkju en undanfarin ár hefur Hallgrímskirkja verið eitt helsta kennileiti hátíðarinnar. Sigurverkið verður sýnt á Vetrarhátíð 2022 dagana 3.-6. febrúar.
8. desember 2021
Þvörusleikir síðastur til byggða í jólaóróasafni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Þvörusleikir er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2021. Hönnunarteymið Arnar&Arnar hannaði óróann og Kristín Svava Tómasdóttir samdi kvæði um kappann. Þvörusleikir er síðastur í jólaóróaseríunni sem telur alls sextán óróa.
6. desember 2021
Kertastjaki Studió Fléttu í hátíðarbúning og sérhönnuð jólakerti Þórunnar Árnadóttur
Nú fyrir jólin verður hægt að kaupa sérstaka hátíðarútgáfu af mínútustjaka hönnunarstofunnar Studíó Fléttu ásamt sérstökum kertum sem hönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hannaði með stjakann í huga í samstarfi við Kertasmiðjunni. Báðar vörurnar, hannað og framleiddar á Íslandi, fást í Rammagerðinni.
3. desember 2021
Söguganga um Bankastræti og Laugaveg
Næstkomandi laugardag og sunnudag fer fram söguganga um Bankastræti og Laugaveg í tengslum við nýútkomna bók um byggingar- og verslunarsögu þessarar aðalgötu borgarinnar. Höfundar bókarinnar, Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt, rölta um götuna og leiða áhugasama í allan sannleik um byggingarsögu húsanna og fólkið sem byggði þau.
1. desember 2021
Samkeppni um ljóslistaverk fyrir Vetrarhátíð 2022
Reykjavíkurborg í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur fyrir samkeppni um ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2022. Verkið felst í vörpun á stafrænu verki á Hallgrímskirkju en undanfarin ár hefur Hallgrímskirkja verið eitt helsta kennileiti hátíðarinnar. Sigurverkið verður sýnt á Vetrarhátíð 2022 dagana 3.-6. febrúar.
26. nóvember 2021
Hvar kaupum við íslenska hönnun?
Á þessum tíma árs er tilvalið að hvetja alla til að kynna sér fjölbreytt og gott úrval íslenskrar hönnunar. Á heimasíðu okkar má finna yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir og netverslanir.
26. nóvember 2021
Fegurð, ógn og tækifæri þörunga
3 árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands opna um helgina sýninguna Regnskógar Norðursins: Endurfundir í fjörunni sem er afrakstur 14 vikna námskeiðs leitt af Tinnu Gunnarsdóttur. Sýningin er í húsnæði skólans í Þverholti og opin öllum.
24. nóvember 2021
Vefur Hönnunarsjóðs aðgengilegur á ensku - opið fyrir umsóknir 2022
Búið er að opna fyrir umsóknir í fyrri úthlutun ársins 2022 í Hönnunarsjóð. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2022 en úthlutun fer fram 10 mars. Nú er heimasíða og umsóknarkerfi Hönnunarsjóðs aðgengilegt á ensku.
22. nóvember 2021
Hanna Dís Whitehead hannar jólakött Rammagerðarinnar 2021
Hanna Dís Whitehead hannar Jólaköttinn 2021 fyrir Rammagerðina. Jólakötturinn í ár er innblásinn af norrænu jólaskrauti úr stráum en Hanna Dís vann köttinn úr höfrum sem hún uppskar í um 3 km fjarlægð frá vinnustofu sinni í Nesjum, Austur-Skaftafellssýslu.
22. nóvember 2021
Opið kall fyrir Hugarflug rannsóknaráðstefnu Listaháskóla Íslands
Fyrsta desember rennur út skilafrestur til þess að senda inn tillögur í opnu kalli fyrir Hugarflug rannsóknaráðstefnu Listaháskóla Íslands sem fer fram í febrúar 2022. Þemað í ár er enginn er eyland / Collective care. Ráðstefnan er opin öllum.
15. nóvember 2021
Opið fyrir umsóknir á jólamarkað POPUP Verzlun í Hafnarhúsi
POPUP VERZLUN leitar nú að þátttakendum fyrir jólamarkaðinn í Listasafni Reykjavikur Hafnarhúsilaugardaginn 11 desember 2021. Ert þú með spennandi vöru/verkefni/list sem þú vilt kynna & selja?
12. nóvember 2021
Hönnuðu Teninginn, verðlaunagrip Verkfræðingafélags Íslands
Narfi Þorsteinsson og Adrian Freyr Rodriquez eru hönnuðir Tengingsins, verðlaunagrip Verkfræðingafélags Íslands sem var veittur í fyrsta sinn á Degi verkfræðinnar. Hönnun griparins byggist á 13 teningum sem allir styðja við hvern annan.
12. nóvember 2021