Snert á landslagi tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Verkefnið Snert á landslagi eftir Tinnu Gunnarsdóttur er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
24. október 2022
Samkeppni um nýja grunnsýningu um hafið - forval fyrir hönnunarsamkeppni um sýningu Náttúruminjasafns Íslands
Náttúruminjasafn Íslands í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaup efnir til hönnunarsamkeppni um nýja grunnsýningu fyrir safnið í Náttúruhúsi í Nesi, nýju húsnæði safnsins við Safntröð á Seltjarnarnesi. Samkeppnin er hönnunar- og framkvæmdasamkeppni með forvali.
10. október 2022
Fjölmargar ábendingar bárust til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Búið er að loka fyrir innsendingar á ábendingum til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 en fjölmargar ábendingar bárust í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2022. Nú hefst vinna dómnefndar á fullu. Hönnunarverðlaun Íslands 2022 fara fram í Grósku þann 17. nóvember, takið daginn frá!
31. ágúst 2022
Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022?
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022 er í startholunum en framundan er vandasöm vinna við að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
24. ágúst 2022
Taktu þátt í HönnunarMars 2023!
Frestur til að senda inn umsókn fyrir HönnunarMars 2023 rennur út fimmtudaginn 29. september.Hátíðin fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí og breiðir úr sér um Reykjavík og nágrenni með fjölbreyttum sýningum og viðburðum sem endurspegla grósku og nýsköpun hönnunarsamfélagsins. Umsókn þarf ekki vera fullunnin fyrir þennan frest og gefst þátttakendum með samþykktar umsóknir færi á að uppfæra upplýsingar til 15. febrúar 2023.
16. ágúst 2022
Opid kall í Ásmundarsal
Ásmundarssalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar fyrir næsta sýningarár. Frestur til 4. september.
11. ágúst 2022
Hvað hefur skarað fram úr? Opið fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 29. ágúst 2022. Markmið með ábendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.
8. ágúst 2022
Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í síðari úthlutun Hönnunarsjóðs. Frestur er til miðnættis 22. september.
4. ágúst 2022
Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs í samráðsgátt
Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda af Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
25. júlí 2022
Gleði og gaman á ársfundi
Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fór fram í Grósku þann 22. júní síðastliðinn. Bergur Finnbogason stjórnaði fundinum þar sem gestum gafst innsýn inn í starfssemi Jarðgerðafélagsins, Halla Helgadóttir fór yfir viðburðarríkt ár Miðstöðvarinnar og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra kynnti drög að nýrri Hönnunarstefnu stjórnvalda.
27. júní 2022
Opið fyrir styrktarumsóknir hjá Myndstef
Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir til Myndstefs þar sem veittir eru styrkir til myndhöfunda. Umsóknafrestur er út 17. ágúst, umsóknir sem berast utan auglýsts umsóknartímaverða ekki teknar gildar. Veittir eru ferða-og menntunarstyrkir og verkefnastyrkir. Rétt til að sækja um styrki hafa myndhöfundar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar
17. júní 2022
Mótun nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda
Vinnufundur vegna nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda fór fram í lok maí í Grósku en Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur tekið að sér að halda utan um vinnu við gerð nýrrar Hönnunarstefnu í samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið.
15. júní 2022
Lista- og hönnunarhátíðin Rusl Fest fer fram dagana 27. júní - 2. júlí
RUSL FEST er lista og hönnunarhátíð í Gufunesi, nýju skapandi hverfi Reykjavíkurborgar. Hátíðin leggur áherslu á hringrásarhugsun í samhengi menninga, lista og hönnunar með sérstaka áherslu á byggingariðnaðinn. Vikulöng hátíðin, dagana 27. júní - 2. júlí, samanstendur af vinnustofum, viðburðum, sýningum, fyrirlestrum og tónleikum.
14. júní 2022
Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fer fram þann 22. júní næstkomandi milli kl. 17 - 18.30 í Grósku. Öll velkomin.
14. júní 2022
Ert þú næsti hönnuður Paper Collective?
Epal og Paper Collective sameina krafta sína og leita að næsta íslenska hönnuði til að hanna veggspjald fyrir Paper Collective sem sérhæfa sig í veggspjöldum og leggur það upp úr fallegri og tímalausri hönnun. Vel valdir listamenn hafa skapað veggspjöld fyrir hönd Paper Collective sem skreyta í dag mörg heimili um allan heim. Skilafrestur til 23. júní.
27. maí 2022
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs boðið í evrópusamtök hönnunarfélaga BEDA
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur gengið í BEDA - evrópusamtök hönnunarfélaga sem er liður í að styrkja alþjóðlegt samstarf og tengingar Miðstöðvarinnar.
23. maí 2022
Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum
Í tilefni af HönnunarMars, sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4.-8. maí, hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernunum. Blómafernur hönnuðanna Kristínar Þorkelsdóttur, Tryggva T. Tryggvasonar og Stephen Fairbairn eru komnar tímabundið í verslanir og munu þær án efa vekja upp nostalgíutilfinningu hjá mörgum.
25. apríl 2022
Ráðherra kynnti sér málefni hönnunar og arkitektúrs í Danmörku og Noregi
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, var á dögunum í Danmörku og Noregi ásamt fulltrúum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Samtökum iðnaðarins og Íslandsstofu með það að markmiði að efla umgjörð hönnunar og arkitektúrs.
8. apríl 2022
DesignTalks 2022 - COMPANY, Aamu Song og Johan Olin, listamenn og hönnuðir
Listamennirnir og hönnuðirnir Aamu Song og Johan Olin; COMPANY koma fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
6. apríl 2022
DesignTalks 2022 - Anders Lendager, arkitekt, stofnandi og framkvæmdastjóri Lendager Group
Anders Lendager, arkitekt, stofnandi og framkvæmdastjóri Lendager Group kemur fram á DesignTalks 2022 alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
4. apríl 2022