DesignTalks 2022 - Michael Pawlyn, arkitekt, frumkvöðull og einn af stofnendum Architects Declare
Michael Pawlyn, arkitekt, frumkvöðull og einn af stofnendum Architects Declare, kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
Michael Pawlyn er frumkvöðull á sviði biomimicry, hönnunar innblásin af náttúrulegum kerfum og regenerative arkitektúrs.
Regenerative arkitektúr gengur út á að fara lengra en bara að sjálfbærni og vinna með náttúrunni - og fyrir hana, að náttúrulegum vexti. Pawlyn tók þátt í að koma á fót Architects Declare, sem hefur náð alþjóðlegri útbreiðslu, þar sem arkitektar og arkitektastofur sameinast um að sporna við loftslagsvá og eyðingu vistkerfa, enda leika byggingar og framkvæmdir þar stórt hlutverk
Árið 2007 stofnaði Pawlyn Exploration Architecture til þess að einbeita sér að byggingum og lausnum fyrir hringrásarhagkerfið. Áður vann hann fyrir Grimshaw, margverðlaunað alþjóðlegt fyrirtæki á sviði arkitektúrs, skipulags og hönnunar. Þar gengdi hann mikilvægu hlutverki við hönnun Eden Project, verkefni sem breytti námum í vistvæna garða. Pawlyn er eftirsóttur fyrirlesari um nýsköpun, TED fyrirlestur hans hefur fengið 2 milljón áhorf og bók hans „Biomimicry in Architecture“ hefur verið metsölubók hjá RIBA útgefendum síðustu ár. Nýjasta bókin hans „Flourish: Design Paradigms for Our Planetary Emergency“, sem hann skrifaði ásam Saraha Ichioka, kom út árið 2021 Pawlyn er einn af stofnendum Sahara Forest Project, sem gengur út á að gera eyðimerkur heims ræktanlegar á ný.
Mannkynið þarf nauðsynlega að komast á þann stað að allar gjörðir okkar hafi jákvæð áhrif á lífkerfi jarðarinnar, kerfið sem við þurfum á að halda til að lifa af. Það eru engar ýkjur að segja að þegar við komumst á þann stað þá verður það að vendipunkti fyrir mannkynið. Öll mín hönnunarvinna, skrif, ráðgjöf og allir fyrirlestrar sem ég hef haldið síðan 2018 hafa fjallað um þetta mikilvæga markmið.
DesignTalks 2022 snýr aftur á dagskrá þann 4. maí í Silfurbergi í Hörpu og stjórnandi er Hlín Helga Guðlaugsdóttir og kynnir verður Marcus Fairs, ritstjóri og stofnandi ein virtasta hönnunarmiðils í heimi í dag, Dezeen, sem tengir samtalið alþjóðlegu samhengi og dregur fram mikilvægi þess fyrir breiðari hóp.
Dagskrá dagsins verður ferðalag um fornar aðferðir, seiglu, handverk og frumbyggja visku, um tilraunir til endurhugsunar núverandi kerfa, viðbragð við krísuástandi, hönnun upplýsinga, tækni og gagnalæsi yfir í útvíkkaða raunveruleika og spáhönnun sem dregur upp framtíðarmyndir til að spegla og rýna samtímann.
„Þetta verður hátíð ímyndunaraflsins - og stund íhugunar.”
- Hlín Helga, stjórnandi DesignTalks.
Búið er tilkynna þau Rögnu Söru Jónsdóttur, listrænan stjórnanda og stofnanda FÓLK, Tor Inge Hjemdal, framkvæmdastjóra DOGA Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar, stofnendur Universal Thirst, Barbara, hönnunarskáldsaga, Susanne Vos, stafrænan fatahönnuð, Arnhildi Pálmadóttur, arkitekt, Gabriela Sánchez y Sánchez de la Barquera, sköpunarstjóra, Aamu Song og Johan Olin, listamenn og hönnuði hjá Company, Anders Lendager, arkitekt, framkvæmdastjóra og stofnanda Lendager Group, Liam Young, leikstjóra og sci-fi arkitekt, Giorgiu Lupi, upplýsingahönnuð og partner hjá Pentagram, Stefán Laxness, arkitekt og fræðimann og Valdís Steinarsdóttir, hönnuð.
Það stefnir í fjölbreyttan dag í Hörpu þann 4. maí - fylgstu með hér er við tilkynnum hverjir fleiri koma fram á DesignTalks 2022.
DesignTalks er lykilviðburður HönnunarMars hátíðarinnar sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4. - 8. maí!