„Hátíð ímyndunaraflsins - og stund íhugunar”
DesignTalks 2022 fer fram þann 4. maí í Hörpu, opnunar- og lykilviðburður HönnunarMars sem hefst sama sama dag, undir listrænni stjórn Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur. Kynnir í ár er Marcus Fairs en hann er ritstjóri og stofnandi hönnunarmiðilsins Dezeen. Heill dagur af innblæstri frá skapandi hugsuðum og framtíðarrýnum sem varpa ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr geta tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga. Kynntu þér dagskrá dagsins.
Dagskráin stendur frá kl. 9:00 til 17:00 og samanstendur af þremur hlutum hver með með ólíkt þema, þar sem flutt verða erindi í bland við samtöl og óvænta viðburði ásamt góðum hléum til þess að fá sér kaffi og spjalla saman.
Fyrstu hluti dagskrárinnar verður ferðalag um hringrásarhugsun, seiglu og endurtengingu við hefðbundið handverk og frumbyggja visku. Annar hlutinn fjallar um endurhugsun núverandi kerfa, umhverfisendurreisn, hönnun upplýsinga, tækni, gagnalæsi og hið stafræna rými. Í þriðja og síðasta hlutanum er kafað enn dýpra í hinn stafræna heim, útvíkkaðan raunveruleika og spáhönnun sem dregur upp framtíðarmyndir til að spegla og rýna samtímann.
8:30 Húsið opnar
Morgunkaffi fyrir gesti
9:00 - 12:15 Hluti I
Ferðalag um hringrásarhugsun, seiglu og endurtengingu við hefðbundið handverk og frumbyggja visku.
Fram koma Michael Pawlyn, frumkvöðull á sviði biomimicry og regenerative arkitektúrs, Barbara, hönnunarskáldsaga sem gerist í náinni framtíð eftir Garðar Eyjólfsson og Janosch Bela Kratz, sköpunarstjórinn og mynsturhönnuðurinn Gabriela Sánchez y Sánchez de la Barquera, hönnuðurnir og listamennirnir Aamu Song og Johan Olin, stofnendur COMPANY, sem reka Salakauppa (Leynibúðina) í Helsinki, Ragna Sara, listrænn stjórnandi hönnunarmerkisins FÓLK, brot úr heimildarmyndinni Interment eftir Önnu Maríu Bogadóttur, Anders Lendager, frumkvöðull í sjálfbærni og meðstofnandi arkitektastofunnar Lendager group og Valdís Steinarsdóttir, margverðlaunaður hönnuður. Í þessum hluta mun Marcus Fair einnig leiða samtal við Anders Lendager, Rögnu Söru Jónsdóttur og Kent Martinussen, framkvæmdarstjóra Miðstöðvar arkitektúrs í Danmörku.
13:00 - 15:00 Hluti II
Endurhugsun núverandi kerfa, umhverfisendurreisn, hönnun gagna og upplýsinga og hið stafræna rými.
Fram koma Tor Inge Hjemdal, framkvæmdastjóri DOGA, Stefán Laxness, arkitekt, fræði- og listamaður, áður starfandi hjá Forensic Architecture, Giorgia Lupi, upplýsingahönnuður og meðeigandi Pentagram, talsmaður gagnalæsis, Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar leturhönnuður og stofnendur Universal Thirst, letursmiðju sem sérhæfir sig í hönnun indverska og latneskra leturgerða og hefur unnið með fyrirtækjum á borð við listahátíðina Frieze Art, Monotype og Google. Í lok þessa hluta mun Marcus Fair leiða samtal við Giorgia Lupi, Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar.
15:15 - 17:00 Hluti III
Kafað dýpra í hinn stafræna heim, útvíkkaðan raunveruleika og spáhönnun sem dregur upp framtíðarmyndir til að spegla og rýna samtímann.
Fram koma stafræni fatahönnuðurinn Susanne Vos hjá The Fabricant, stafrænu tískuhúsi sem starfar á mótum tísku og tækni og býr til stafræna tísku og tískuupplifanir sem verður einnig í samtali við Mosha Lundström, tískuritstjór, stílisti og blaðamður hjá VOGUE. Arnhildur Pálmadóttir hjá s. ap. arkitekum, sem vinna á mörkum sköpunar, tækni og vísinda og síðast en ekki síst Liam Young, margverðlaunaður sci-fi arkitekt, leikstjóri og framleiðandi. Að lokum verður samtal sem Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi hjá CCP Games, stýrir við Nils Wiberg, gagnvirkur hönnuður hjá Gagarín og Arnhildi Pálmadóttur hjá s. ap. arkitektum.
17.15 Opnunarhóf HönnunarMars í Hörpu
„Hátíð ímyndunaraflsins - og stund íhugunar”