DesignTalks 2023 - Refik Anadol, listamaður, leikstjóri og brautryðjandi í fagurfræði gervigreindar
Refik Anadol, listamaður, leikstjóri og brautryðjandi í fagurfræði gervigreindar, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.
Refik Anadol er alþjóðlega þekktur listamaður, leikstjóri og brautryðjandi í fagurfræði gervigreindar. Hann kennir einnig við hönnunardeild UCLA. Verk hans staðsetja sköpunargáfuna á mörkum hins mannlega og hins vélræna. Í þeim vinnur Anadol með gögn sem umlykja okkur í daglegu lífi og taugakerfi hins tölvustýrða huga. Þannig býr hann til nýja og ögrandi sjónræna sýn á stafrænar minningar okkar og þenur út möguleika lista, arkitektúrs, frásagnir og hreyfingu líkamans.
Staðbundnir gervigreindarskúltpúrar Anadols, lifandi hljóð- og myndverk og innsetningar hans taka á sig ólíklegar myndir en hvetja okkur til að endurskoða samskitpi okkar við hinn efnislega heim, stafræn net, sameiginlega reynslu og skapandi möguleika tækninnar. Hann hefur sýnt verk sín í Pompidou safninu í París, National Gallery of Victoria, Arkitektatvíæringnum í Feneyjum, Hammer safninu, Dongdaemun Design Plaza, Ars Electronica Festival, Hönnunartvíæringnum í Istanbúl og ZKM | Center for Art and New Media. Árið 2018 vann hann lifandi hljóð- og myndverk í samstarfi við Fílharmoníusveit Los Angeles í tilefni aldarafmæli hljómsveitarinnar. Verkinu var varpað á framhlið hins sögufræga tónlistarhúss Walt Disney sem hannað var af Frank Gehry. Fyrsta einkasýning hans í Norður-Ameríku, Refik Anadol: Unsupervised, stendur nú yfir í Museum of Modern Art, New York.
DesignTalks 2023 fer fram miðvikudaginn 3. maí í Silfurbergi í Hörpu. Stjórnandi er Hlín Helga Guðlaugsdóttir.
Í ár mun DesignTalks takast á við spurninguna Hvað nú? / What now?, staldra við, fást við áskoranir líðandi stundar, velta upp og kanna mögulegar leiðir - og ef vel tekst til, vekja enn fleiri spurningar!
DesignTalks ráðstefnan varpar ljósi á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í samfélagslegum og hnattrænum breytingum, með erindum um áhrifamikil verkefni og innblásnum samtölum. Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir, erlendir og innlendir veita innsýn í brýn viðfangsefni af öllu hjarta. Ekkert er utan seilingar.