
Kynningarfundur um kerfisbundinn frágang
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) boðar til kynningarfundar um aðferðarfræði kerfisbundins frágangs föstudaginn 20. október kl 10:00 – 11:30 á Hótel Nordica.
13. október 2023

Opið fyrir umsóknir í borgarsjóð Reykjavíkurborgar
Opið er fyrir umsóknir um styrki úr borgarsjóði fyrir verkefni á árinu 2024. Umsóknarfrestur er til 27. október
12. október 2023

Viltu vekja athygli á eigin verki - MIPIM verðlaunin 2024
MIPIM (Le Marché International des Professionnels de L'immobilier eða Alþjóðahátíð fagaðila á fasteignamarkaði) auglýsa eftir arkitektaverkefnum til að hljóta MIPIM verðlaunin 2024, en í ár er lögð sérstök á sjálfbærni.
12. október 2023

Vegrún tilnefnt sem verk ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Vegrún eftir Kolofon og co er tilnefnt í flokknum verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.
12. október 2023

Hlöðuberg tilnefnt sem staður ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Hlöðuberg eftir Studio Bua er tilnefnt í flokknum staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
12. október 2023

Edda, hús íslenskunnar tilnefnt sem staður ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Edda, hús íslenskunnar eftir Hornsteina arkitekta tilnefnt sem staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.
11. október 2023

Nýjar áherslur í nýsköpun - mikilvægi og framtíð Hönnunarsjóðs
Í tilefni af 10 ára afmæli stendur Hönnunarsjóður fyrir viðburði og samtali í Grósku þann 18. október kl. 16.00 - 18:00.
11. október 2023

Dvergsreitur tilnefndur sem staður ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Dvergsreitur eftir arkitektastofurnar KRADS og TRÍPÓLÍ, ásamt Landmótun, er tilnefnt sem staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.
10. október 2023

Kynning hjá Syrusson fyrir hönnuði og arkitekta
Húsgagnaframleiðandinn Syrusson blæs til skemmtunar hjá sér þann 19. október þar sem kynntar verða nýjar húsgagnalínur og sérlínur. Húsgagnaframleiðandinn Narbutas og danski efnisframleiðandinn Gabriel verða á svæðinu til að kynna nýjungar.
10. október 2023

Opinn fyrirlestur með Samia Henni á miðvikudaginn
Miðvikudaginn 11. október verður opnunarhátíð ráðstefnunnar The Third Ecology, ráðstefna Arkitektúrsagnfræðinga á vegum LHÍ og MoMA, haldin hátíðlega í Ráðhúsinu og hefst kl. 17.00. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar Samia Henni, sagnfræðingur um hið byggða, eyðilagða og ímyndaða umhverfi heldur opnunarfyrirlestur. Opnunarhátíðin er öllum opin.
9. október 2023

Fyrirlestur Tatiönu Bilbao - 'The new landscape: The social'
Nær fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Tatiönu Bilbao sem Arkitektafélag Íslands hélt þriðjudaginn 3. október. Fyrirlesturinn var tekinn upp og er hægt að nálgast hann hér.
6. október 2023

Opið fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 - snemmskráning til 31. október
Búið er að opna fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 sem fer fram í sextánda sinn dagana 24 - 28. apríl. Vertu með!
5. október 2023

Opið fyrir tilnefningar til Scandinavian Design Awards 2024
Scandinavian Design Awards 2024 leitar að tilnefningum, frestur til 6. október. Verið er að leita ef framúrskarandi hönnun, arkitektúr og innanhúshönnun frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Verðlaunin fara fram í tengslum við Stockholm Furniture Fair 6. febrúar 2024.
4. október 2023

Þrjár opnanir í Hönnunarsafni Íslands 6. október
Þrjár opnanir eru í Hönnunarsafni Íslands þann 6. október næstkomandi. Dolinda Tanner, Keramik og veflistverk á Pallinum, Skráning á teikningum eftir Lothar Grund í Safninu á röngunni og sýningin Hönnunarsafn sem heimili opnar í heild sinni.
4. október 2023

Hvað langar þig að heyra og sjá á DesignTalks 2024? Opið kall til 16. október
Lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks fer fram þann 24. apríl 2024 í sextánda sinn. Viðburðurinn hefur skapað sér mikilvægan sess á innlendum og alþjóðlegum vettvangi og hefur farið fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi Hörpu í mörg ár.
4. október 2023

Tatiana Bilbao heldur fyrirlestur í Grósku 3. október
Þriðjudaginn 3. október kl. 17.00 mun Tatiana Bilbao, alþjóðlega þekktur og margverðlaunaður arkitekt frá Mexíkóborg, halda fyrirlestur í Grósku. Tilefnið er 20 ára starfsafmæli arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands og fyrsta útskrift meistaranema í arkitektúr á Íslandi.
2. október 2023

Frá og með 1. janúar 2024 verður ekki hægt að greiða iðgjald AÍ gegnum BHM
Frá og með 1. janúar 2024 verður AÍ eingöngu fagfélag en ekki fag-og stéttarfélag. Þess í stað hefur verið stofnaður sérstakur faghópur arkitekta innan Fræðagarðs. Þar getur félagsfólk unnið að kjaramálum stéttarinnar.
2. október 2023

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun auglýsa eftir umsóknum um styrki í Ask mannvirkjarannsóknarsjóð. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2023.
2. október 2023

KRark auglýsir eftir arkitekt eða byggingafræðingi
KRark (Kristinn Ragnarsson arkitekt ehf) auglýsir eftir arkitekt eða byggingafræðingi til að slást í hópinn vegna góðrar verkefnastöðu. Reynsla af Revit er nauðsynleg.
29. september 2023

Samsýning, fyrirlestrar, hönnunar Pubquiz og klúðurkvöld meðal þess sem er á fjölbreyttri dagskrá Hönnunarþings á Húsavík
Dagana 28. - 30. september fer fram í fyrsta sinn Hönnunarþing, hátíð vöruhönnunar á Húsavík og nágrenni. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér fag hönnuðarins og áhersla lögð á mikilvægi vöruhönnunar í samfélaginu og hvernig hún hefur mótað okkar daglega líf.
19. september 2023