Námskeið fyrir matsmenn – 21. og 22. nóvember 2023
Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn í nóvember. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa verið matsmenn eða vilja gefa kost á sér sem matsmenn fyrir dómi á sínu sérsviði, s.s. iðnaðarmönnum, tæknifræðingum, verkfræðingum, arkitektum, læknum, lögfræðingum, sálfræðingum, viðskiptafræðingum og endurskoðendum.
30. ágúst 2023
Arkitektinn Charles Durett og Kjarnasamfélög (cohousing) á fyrsta þriðjudagsfyrirlestri vetrarins
Charles Durrett er arkitekt, höfundur og talsmaður fyrir hagkvæm, félagslega ábyrga og sjálfbærar hönnun og hefur verið leiðandi í umræðu og uppbyggingu um kjarnasamfélög í Bandaríkjunum.
30. ágúst 2023
Hringrásarhagkerfi í landslagsarkitektúr -vinnustofa og málþing
Þann 5. september næstkomandi mun hinn danski Jakob Sandell frá Schønherr halda fyrirlestur og leiða vinnustofu um Hringrásarhagkerfi í Landslagsarkitektúr á Hvanneyri. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að veita grundvallarþekkingu á hringrásarhagkerfi í landslagsarkitekúr. Viðburðurinn er samvinnuverkefni FÍLA, Landbúnaðarháskólans og Grænnar Byggðar. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en það þarf að skrá sig fyrir 31. ágúst.
29. ágúst 2023
Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2024
Ásmundarsalur kallar eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2024, þar sem leitað er eftir umsóknum fyrir 4 - 6 vikna einkasýningar og samsýningar í 72 fm sýningasal á 2.hæð. Einnig er kallað eftir sýningum á kaffihúsið á fyrstu hæð og 4 - 8 vikna vinnustofum í Gunnfríðargryfju. Umsóknarfrestur er til og með 8. september.
29. ágúst 2023
CIRCON ráðstefna. Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið?
Grænni byggð stendur fyrir ráðstefnu í Laugardalshöll föstudaginn 1. september frá kl. 09:30 - 16:00 (streymi frá 10:00 - 15:10). Ráðstefnan er hluti af Iðnaðarsýningunni, og samstarf með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að samtvinna ráðstefnuna við sýningu, þar sem styrkþegar úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði verða í forgunni. Á ráðstefnunni verður hagnýtri reynslu miðlað um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði og helstu hindranir verða ræddar .
29. ágúst 2023
Iðnaðarsýning 31. ágúst-2. september
Iðnaðarsýningni 2023 verður haldin í Laugardalshöll 31. ágúst -2. september 2023. Helstu svið sýningarinnar í ár eru mannvirki, orka, innviðir, hönnun og vistvænar lausnir. HMS býður öllum félagsmönnum AÍ á iðnaðarsýninguna og verður boðskortið sent í fréttabréfi til þeirra.
28. ágúst 2023
Málþingið Náttúra og hönnun
Fimmtudaginn 17. ágúst nk. mun FÍLA standa að hálfs dags málþingi sem ber yfirskriftinaNáttúra og hönnun - Hvernig fær náttúran aukinn sess í mannvirkjagerð? Frítt er inn á málþingið sem fer fram í Grósku. Öll velkomin.
14. ágúst 2023
Sumarlokun skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 17. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst.
14. júlí 2023
Sumarlokun skrifstofu Arkitektafélags Íslands
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa 17. júlí til 9. ágúst.
11. júlí 2023
Settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang
Jan Christian Vestre, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Noregs og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang um hönnun og arkitektúr á Alþjóðlegu arkitektúrráðstefnunni sem fór fram í Kaupmannahöfn í byrjun júlí. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er fulltrúi Íslands í samstarfinu.
11. júlí 2023
Sjálfbærnismarkmið Sameinuðu þjóðanna meginþema alþjóðlegrar arkitektúr ráðstefnu í Kaupmannahöfn
Rúmlega 6000 gestir frá 135 löndum mættu á alþjóðlegu ráðstefnu UIA (Alþjóðasamband arkitekta) sem haldin var í Kaupmannahöfn 2. -6. júlí síðastliðinn.
10. júlí 2023
Third Ecology - ráðstefna evrópskra arkitektúrsagnfræðinga á Íslandi í haust - Snemmskráning til 29. júní
Third Ecology, ráðstefna evrópskra arkitektúrsagnfræðinga, fer 11-13 október, og er unnin í samvinnu við LHÍ, Museum of Modern Art í New York og Emilio Ambasz stofnunina. Þetta er stórviðburður í arkitektúrfræðum á Íslandi og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta. Snemmskráning á ráðstefnuna til og með fimmtudagsins 29. júní.
27. júní 2023
Norrænt samstarf eykur sjálfbærni
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og systurstofnanir á Norðurlöndunum ætla styrkja samstarfið sín á milli með það að markmiði auka þekkingu og skilning á því hvernig hönnunargreinar geta flýtt grænni umbreytingu og eflt sjálfbæra verðmætasköpun, á Norðurlöndunum og víða um heim. Norrænn samstarfsvettvangur verður formlega settur á laggirnar á alþjóðlegu arkitektúrráðstefnunni, UIA, í Kaupmannahöfn í byrjun júlí.
26. júní 2023
LHÍ úthlutar úr verðlaunasjóði Sigurðar Guðmundssonar arkitekts í fyrsta inn
Davíð Snær Sveinsson, nýútskrifaður MA nemi, hlýtur viðurkenningu úr Verðlaunsjóði Sigurðar Guðmundssonar arkitekts
22. júní 2023
Ársskýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 2022/2023 er komin út
Ársskýrsla Miðstöðvarinnar 2022/2023 kom út í aðdraganda ársfundar en þar er farið yfir rekstur og fjármál, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi ásamt því að fá innsýn inn í hvað er framundan. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
19. júní 2023
Ísland taki þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr
Liður í nýsamþykktri aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúr er að tryggja þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Unnið er að undirbúningi þess og stefnt að þátttöku frá og með árinu 2025. Þetta var tilkynnti Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra á nýafstöðnum ársfundi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
16. júní 2023
Allt í blóma á sumargleði Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Sumargleði og ársfundur Miðstöðvarinnar fór fram í Grósku miðvikudaginn 14. júlí. Fjölmennt og góðmennt var á fundinum sem svo leystist upp í almenna gleði.
15. júní 2023