
Bóka-og aðventugleði Arkitektafélags Íslands
Bóka-og aðventugleði Arkitektafélags Íslands verður haldin þriðjudaginn 12. desember kl. 20.00 í Fenjamýri, Grósku. Við munum eigum huggulega kvöldstund saman með fjórum höfundum sem kynna bækur sína sem allar snúa með einum eða öðrum hætti að arkitektúr.
11. desember 2023

Hönnun margmiðlunarsýningar á World Expo í Japan
Opnað hefur verið fyrir tilboð í hönnun margmiðlunarsýningar á Heimssýningunni í Osaka árið 2025 á útboðsvef Evrópusambandsins. Heimssýningin (e. World Expo) fer fram í Osaka í Japan 13. apríl – 13. október 2025. Búist er við að um 28 milljón manns heimsæki sýninguna á því tímabili.
8. desember 2023

Fjölbreyttir hönnunartengdir viðburðir framundan
Önnur helgi í aðventu er framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar. Góða skemmtun.
8. desember 2023

Vöndum valið - íslensk hönnun fyrir jólin
Nú líður senn að jólum og á þessum tíma árs er tilvalið að kynna sér þá fjölbreytni og grósku sem er að eiga sér stað í íslenskri hönnun. Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að finna aðgengilegt yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir sem og netverslanir.
6. desember 2023

Straumar frá Bretlandseyjum-Ný prentun
Bókin Straumar frá Bretlandseyjum, sem kom út í desember 2021, fékk góðar móttökur og hefur selst upp. Hún hefur nú verið endurprentuð að viðbættum umsögnum fræðimanna. Höfundar bókarinnar eru arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttur og Dennis Davíð Jóhannesson og er hún afrakstur byggingarsögulegs rannsóknarverkefnis þeirra.
5. desember 2023

11 hönnuðir hljóta listamannalaun 2024
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og úthlutuðu 50 mánuðum til 11 hönnuða. Alls bárust 49 umsóknir og sótt um 384 mánuði. Anita Hirlekar, Anna María Bogadóttir og Jón Helgi Hólmgeirsson eru meðal þeirra hönnuða sem hljóta starfslaun hönnuða árið 2024.
5. desember 2023

Hátíð í bæ hjá hönnuðum um helgina
Nú er desember genginn í garð í allri sinni dýrð og aðventan framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Nú um helgina fara fram ýmsir hönnunartengdir viðburðir sem vert er að gefa gaum. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar.
1. desember 2023

Bóka-og aðventugleði Arkitektafélags Íslands
Bóka-og aðventugleði Arkitektafélags Íslands verður haldin þriðjudaginn 12. desember kl. 20.00 í Fenjamýri, Grósku. Við munum eigum huggulega kvöldstund saman með fjórum höfundum sem kynna bækur sína sem allar snúa með einum eða öðrum hætti að arkitektúr.
30. nóvember 2023

Opinn tími / Fyrirlestur með Nikolaus Hirsch fimmtudaginn 7. desember
Fimmtudaginn 7. desember kl. 18.00 heldur þýski arkitektinn, sýningarstjórinn, ritstjórinn og kennarinn Nikolaus Hirsch fyrirlestur í Fenjamýri, Grósku. Fyrirlesturinn er hluti af "Urban Lab - Borgarýni" námskeiði í Listaháskóla Íslands sem Sahar Ghaderi og Karl Kvaran leiða og er í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.
30. nóvember 2023
Ný ljósvistarákvæði í byggingarreglugerð: Tillaga samráðshóps kynnt
Þann 29. nóvember, kl. 12-13, verður haldinn kynningarfundur hjá HMS, Borgartúni 21 og á Teams, þar sem tillögur að nýjum ljósvistarákvæðum í byggingarreglugerð verða kynntar og ræddar.
24. nóvember 2023

Hver hlýtur Steinsteypuverðlaunin 2024? Ábendingar óskast
Steinsteypufélag Íslands óskar eftir ábendingum til Steinsteypuverðlaunanna 2024. Óskað er eftir því að ábendingar berist félaginu fyrir 28. desember 2023 en Steinsteypuverðlaunin verða veitt á Steinsteypudaginn, þann 2. febrúar 2024. Veitt verður viðurkenning fyrir mannvirki á Íslandi þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
23. nóvember 2023

Endurskoðun siðareglna Arkitektafélag Íslands - Vilt þú taka þátt?
Siðareglur Arkitektafélags Íslands voru síðast samþykktar á aðalfundi félagsins 2001, eða fyrir 22 árum síðan. Nú í byrjun desember ætlar siðanefnd og stjórn auk allar áhugasamra að hefja vinnu við endurskoðun á reglunum og ætlar Páll Rafnar Þorsteinsson hjá Siðfræðistofnun HÍ að vera okkur innan handar.
21. nóvember 2023

Fyrirspurnir og svör - Samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri
Frestur til að skila inn fyrirspurnum fyrir samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri rann út fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn. Hér má sjá fyrirspurnirnar og svörin við þeim.
16. nóvember 2023

Samfélag eftir máli eftir Harald Sigurðsson er komin út
Fyrsta heilstæða yfirlitið yfir sögu skipulagsmála á Íslandi er komið út. Þar rekur Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur þróun bæjarskipulags á Ílsandi frá því um aldamótin 1900 og fram eftir 20. öld, ekki síst þróun höfuðborgarinnar.
15. nóvember 2023

Sneiðmynd með Massimo Santanicchia fimmtudaginn 16. nóvember
Fimmtudaginn 16. nóvember kl. 12.00 mun Massimo Santanicchia deildarforseti í arkitektúr við LHÍ segja frá eigin rannsóknum og hugmyndafræði. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.
15. nóvember 2023

Ársfundur Minjastofnunar 23. nóvember
Ársfundur Minjastofnunar verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember næstkomandi í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13:00 og stendur yfir til kl. 15:30.
15. nóvember 2023

Framúrskarandi fögnuður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Það var mikið um dýrðir í Grósku þann 9. nóvember þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Dagurinn hófst á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði.
15. nóvember 2023

Pítsustund er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Pítsustund eftir Fléttu og Ýrúrarí er sigurvegari í flokknum Verk á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 fyrir að vera frumlegt og gott dæmi um hvernig hönnun getur vakið fólk til umhugsunar með eftirminnilegri upplifun og áhugaverðri félagslegri tilraun.
9. nóvember 2023

Edda, hús íslenskunnar er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands
Edda, hús íslenskunnar eftir Hornsteina arkitekta er sigurvegari í flokknum Staður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 fyrir einkennandi og áhrifamikil bygging sem sameinar varðveislu og aðgengi almennings að íslenskum menningarverðmætum til framtíðar.
9. nóvember 2023

Sigrún Guðjónsdóttir „Rúna” hlýtur heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2023
Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2023 er Sigrún Guðjónsdóttir „Rúna” fyrir framlag sitt til leirlistar og brautryðjendastarf á því sviði hér á landi.
9. nóvember 2023