Fögnum framúrskarandi íslenskri hönnun 9. nóvember
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2023 fer fram í Grósku þann 9. nóvember. Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu til í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau.
26. október 2023
Fyrirhuguð skoðunarferð um háskólasvæði HA í breyttri mynd
Fyrirhuguð skoðunarferð um samkeppnissvæði innan Háskólans á Akureyri sem átti að fara fram á morgun, fimmtudaginn 26. október, fellur niður í þeirri mynd sem hún var auglýst.
25. október 2023
Svífandi stígar tilnefndir sem vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Svífandi stígar eftir Birgi Þ. Jóhannsson og Laurent Ney eru tilnefndir í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.
18. október 2023
Tillaga SP(R)INT STUDIO og Nissen Richards vinnur samkeppni um sýningu í nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri
Niðurstöður hafa verið birtar í hönnunarsamkeppni um sýningu í nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Það var fransk-íslenska hönnunarfyrirtækið SP(R)INT STUDIO ásamt ensku Nissen Richards Studio sem bar sigur úr býtum en þrjár tillögur voru í lokasamkeppninni eftir forval hjá Ríkiskaupum, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Vatnajökulsþjóðgarði.
17. október 2023
Skipulagsdagurinn haldinn í Grósku 19. október
Skipulagsdagurinn 2023 verður haldinn hátíðlega fimmtudaginn 19. október kl. 9.00-16.00 með árlegu málþingi um skipulagsmál. Skipulagsdagurinn fer fram í Grósku, hugmyndahúsi, við Bjargargötu 1 í Reykjavík og er haldinn í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.
16. október 2023
Þriðjudagsfyrirlestur AÍ: Hönnunarhugbúnaðurinn Arkio
Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20.00 mun Hilmar Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Arkio, mæta í Grósku og kynna Arkio en Arkio er hönnunarhugbúnaður sem gerir hönnuðum kleift að hanna byggingar eða borgarskipulag með einföldum hætti með VR og AR tækni.
16. október 2023
Samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri
Félagsstofnun stúdenta Akureyri (FÉSTA) í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til framkvæmdasamkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum.
16. október 2023
Fjarkennsla með Charles Durrett um kjarnasamfélög
Í nóvember mun Charles Durrett halda fjarfundarnámskeið undir heitinu Hönnun samfélags - betri hverfi: Arkitektúr kjarnasamfélaga (ens: ,,Designing Community-Enhanced Neighborhoods: The Architecture of Cohousing").
16. október 2023
Íslensk hönnun lýsir upp borgina í október
„Þetta er íslensk hönnun“ kynningarátakið lýsir upp höfuðborgina frá og með deginum í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem nýstárleg, fjölbreytileg og litrík íslensk hönnun og arkitektúr birtist og tekur yfir öll ljósaskilti höfuðborgarsvæðisins í heila viku.
16. október 2023
Jarðsetning tilnefnt sem verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt er tilnefnt í flokknum verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.
16. október 2023
Kynningarfundur um kerfisbundinn frágang
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) boðar til kynningarfundar um aðferðarfræði kerfisbundins frágangs föstudaginn 20. október kl 10:00 – 11:30 á Hótel Nordica.
13. október 2023
Opið fyrir umsóknir í borgarsjóð Reykjavíkurborgar
Opið er fyrir umsóknir um styrki úr borgarsjóði fyrir verkefni á árinu 2024. Umsóknarfrestur er til 27. október
12. október 2023
Viltu vekja athygli á eigin verki - MIPIM verðlaunin 2024
MIPIM (Le Marché International des Professionnels de L'immobilier eða Alþjóðahátíð fagaðila á fasteignamarkaði) auglýsa eftir arkitektaverkefnum til að hljóta MIPIM verðlaunin 2024, en í ár er lögð sérstök á sjálfbærni.
12. október 2023
Vegrún tilnefnt sem verk ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Vegrún eftir Kolofon og co er tilnefnt í flokknum verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.
12. október 2023
Hlöðuberg tilnefnt sem staður ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Hlöðuberg eftir Studio Bua er tilnefnt í flokknum staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
12. október 2023
Edda, hús íslenskunnar tilnefnt sem staður ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Edda, hús íslenskunnar eftir Hornsteina arkitekta tilnefnt sem staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.
11. október 2023
Nýjar áherslur í nýsköpun - mikilvægi og framtíð Hönnunarsjóðs
Í tilefni af 10 ára afmæli stendur Hönnunarsjóður fyrir viðburði og samtali í Grósku þann 18. október kl. 16.00 - 18:00.
11. október 2023
Dvergsreitur tilnefndur sem staður ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Dvergsreitur eftir arkitektastofurnar KRADS og TRÍPÓLÍ, ásamt Landmótun, er tilnefnt sem staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.
10. október 2023
Kynning hjá Syrusson fyrir hönnuði og arkitekta
Húsgagnaframleiðandinn Syrusson blæs til skemmtunar hjá sér þann 19. október þar sem kynntar verða nýjar húsgagnalínur og sérlínur. Húsgagnaframleiðandinn Narbutas og danski efnisframleiðandinn Gabriel verða á svæðinu til að kynna nýjungar.
10. október 2023