Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur rennur út 4. febrúar
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um almenna- og ferðastyrki er að ræða. Umsóknarfrestur er til miðnættis 4. febrúar og fer úthlutun fram þann 4. mars.
2. febrúar 2021
66°Norður hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2020
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti þann 29. Janúar. Hönnunarfyrirtækið 66°Norður hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaununum 2020 og var það Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem veitti eigendum 66°Norður, Bjarneyju Harðardóttur og Helga Rúnari Óskarssyni ásamt hönnunarteymi fyrirtækisins viðurkenninguna.
29. janúar 2021
Studio Granda hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Dranga
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti í dag, 29. janúar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti arkitektunum Margréti Harðardóttir og Steve Christer frá Studio Granda Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Drangar.
29. janúar 2021
Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2020 er Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti þann 29. janúar. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Kristínu Þorkelsdóttur, grafískum hönnuði, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020.
29. janúar 2021
Drangar eftir Studio Granda tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020
Önnur tilnefningin til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur litið dagsins ljós - Drangar eftir Studio Granda. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2020 en verðlaunin verða afhent með rafrænum hætti þann 29. janúar kl. 11.
20. janúar 2021
Peysa með öllu eftir Ýrúrarí tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020
Fyrsta tilnefningin til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur litið dagsins ljós - verkefnið Peysa með öllu eftir textílhönnuðinn Ýr Jóhannsdóttur eða Ýrúrarí.
19. janúar 2021
10 hönnuðir hljóta starfslaun listamanna árið 2021
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2021. 10 hönnuðir hljóta starfslaun þetta árið og skipta með sér 75 mánuðum.
7. janúar 2021
Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gleðileg jól og farsælt komandi ár frá starfsfólki og stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
22. desember 2020
Ljósverkið Andi og efnisbönd vinnur fyrstu verðlaun á Vetrarhátíð 2021
Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu fyrir samkeppni um þrjú ljósverk sem til stendur að sýna á Vetrarhátíð 2021. Niðurstaðan liggur fyrir en verkin Andi og efnisbönd, The Living forest og Interference urðu hlutskörpust
21. desember 2020
Árið 2020 í hönnun og arkitektúr
Hið herrans ár 2020 verður lengi í minnum haft. Árið var lærdómsríkt, kenndi okkur að hugsa í lausnum, leita nýrra leiða og sýndi hvað skiptir raunverulega máli. Hér lítum við yfir árið í starfssemi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs - hvað bar hæst á þessu fordæmalausa ári?
21. desember 2020
Hönnunarteymið B&A&R&J valið úr hópi umsækjenda til að hanna hönnunarkerfi fyrir Íslandsstofu
Íslandsstofa auglýsti, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, eftir að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu. Alls bárust 10 sterkar umsóknir um verkefnið og eftir valferli var ákveðið að bjóða hönnunarteyminu B&A&R&J verkefnið.
18. desember 2020
Hvar kaupum við íslenska hönnun?
Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs má sjá yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum og netverslanir. Sömuleiðis má finna beina linka á verslanir hönnuða og heimasíður sem selja vörur.
10. desember 2020
Leiðtogi í Skapandi hugsun - sérskjör á námskeið Akademias
Akademias, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, býður upp á námskeiðið Leiðtogi í Skapandi hugsun (hönnunarhugsun). Námskeiðið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla hugmyndavinnu og skapandi hugsun hjá hinu opinbera, í íslensku atvinnulífi og þriðja geiranum. Sérkjör til 30. nóvember.
20. nóvember 2020
Íslandsstofa leitar að hönnuðum til að þróa hönnunarkerfi fyrir sýningarbása
Íslandsstofa, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, leitar að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu.
19. nóvember 2020
Samkeppni um ljósverk fyrir Vetrarhátíð 2021
Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir samkeppni um þrjú ljósverk á Vetrarhátíð 2021. Verkin sem verða valin verða sýnd á Vetrarhátíð 2021 dagana 4.-7. febrúar.
12. nóvember 2020
Leitað að hönnuðum til að þróa einkenni fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytiðí samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leita að hönnuði eða hönnunarteymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis og kynningarefnis fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar, sem ber vinnuheitið Fyrirmyndaráfangastaðir í ferðaþjónustu
9. nóvember 2020
Festa opnar fyrir umsóknir að Aðildi - fyrir nýsköpunar - og hönnunarfyrirtæki
Festa hefur sett á stofn Aðildi – fellowship prógram sem felur í sér aðild að Festu í eitt ár fyrir 10 sprota eða nýsköpunarfyrirtæki, hönnunarfyrirtæki eða aðila sem starfa með heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og leggja áherslu á samfélagsþróun, umhverfismál og sjálfbærni.
2. nóvember 2020
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í janúar
Afhending Hönnunarverðlauna, og málþing tengt þeim, átti að fara fram þann 5. nóvember næstkomandi. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur verið tekin ákvörðun um fresta verðlaununum og freista þess að hægt verði að halda raunverulegan viðburð þegar fram líða stundir.
30. október 2020
HönnunarMars 2021 fer fram í maí
Mars færist fram í maí 2021! Stærsta hönnunarhátíð landsins HönnunarMars fer fram dagana 19-23. maí 2021.
29. október 2020
Reykjavíkurborg auglýsir eftir hönnunarteymum til að móta göngugötur
Vilt þú móta göngugötur? Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir þverfaglegum og skapandi teymum til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi. Umsóknarfrestur til 11. nóvember
28. október 2020