HönnunarMars 2024 - Tryggðu þér sæti
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Til þess að tryggja ánægju hátíðargesta og gæði upplifana krefjast sumir viðburðir skráningar og því um að gera að kynna sér þá í tæka tíð. Hér má finna yfirlit yfir viðburði/sýningar sem krefjast forskráningar þar sem um takmarkaðan sætafjölda er að ræða.
10. apríl 2024
Ísland tekur þátt í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr 2025
Undirbúningur vegna þátttöku Íslands í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr 2025 er hafinn. Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur falið Miðstöð hönnunar og arkitektúrs að halda utan um verkefnið og átta manna stýrihópur hefur hafið störf. Í apríl verður kallað eftir tillögum að framlagi Íslands til Feneyjartvíæringsins í arkitektúr. Óskað verður eftir þátttöku teyma til að senda inn hugmynd að framlagi Íslands í opnu kalli.
10. apríl 2024
Alan Ricks, MASS Design Group kemur fram á DesignTalks 2024
Arkitektinn Alan Ricks kemur fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl. Alan er einn af stofnendum og framkvæmdastjórum MASS Design Group (Model of Architecture Serving Society) sem telur að arkitektúr hafi mikilvægu hlutverki að gegna við að styðja samfélög til að horfast í augu við söguna, búa til nýja, vera heilandi afl og varpa fram nýjum möguleikum til framtíðar. Alan leggur sjálfur áherslu á að rannsaka, byggja og tala fyrir arkitektúr sem stuðlar að réttlæti og mannlegri reisn.
8. apríl 2024
GLÁMA-KÍM býður á Einn á stofunni
GLÁMA-KÍM býður á einn á stofunni föstudaginn 19. apríl kl. 16.30-18.30 á Laugavegi 164.
5. apríl 2024
Sýningin skart:gripur - skúlptúr fyrir líkamann opnar í Hafnarborg
Á sýningunni skart:gripur - skúlptúr fyrir líkamann má finna gripi eftir fjölbreyttan hóp gullsmiða, skartgripahönnuði og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar. Sýningin opnar laugardaginn 6. apríl kl. 15 í Sverrissal í Hafnaborg og er hluti af dagskrá HönnunarMars.
3. apríl 2024
Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði í apríl
Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Húsnæðis - og mannvirkjastofnunar til að gera aðal-og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í apríl og maí 2024 og verður námskeiðið í fjarkennslu.
26. mars 2024
Taktu þátt í DesignMatch kaupstefnunni á HönnunarMars 2024
Á DesignMatch fá hönnuðir tækifæri til að kynna sig (sem hönnuði) og verkin sín fyrir erlendum kaupendum.
25. mars 2024
,,Ótrúlega gefandi starf með frábæru fólki"
Vilt þú taka þátt í að skipuleggja viðburði hjá Arkitektafélaginu? Arkitektafélag Íslands leitar að öflugum einstaklingum til taka þátt í starfi dagskrárnefndar fyrir árið 2024. Dagskrárnefnd vinnur náið með framkvæmdastjóra félagsins og skipuleggur m.a. þriðjudagsfyrirlestra félagsins sem haldnir eru einu sinni í mánuði ásamt öðrum uppákomum og viðburðum.
25. mars 2024
Hraunborgir og Annarsflokks æðadúnn hljóta fimm milljónir hvor úr Hönnunarsjóði
Fyrri úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 22. mars. 21 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrki en 36 milljónir voru til úthlutunar.
22. mars 2024
Óskað er eftir teymi til að vinna deiliskipulag fyrir Farsældartún í Mosfellsbæ
Óskað eftir teymi til að vinna deiliskipulag fyrir Farsældartún í Mosfellsbæ
19. mars 2024
Lendager á Íslandi óskar eftir reynslumiklum arkitekt og/eða byggingarfræðingi til að vinna að spennandi verkefnum
Lendager á Íslandi óskar eftir reynslumiklum arkitekt og/eða byggingarfræðingi til að vinna að spennandi verkefnum.
15. mars 2024
Vegvísir að mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar kynntur
Vegvísir að mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar hefur verið gefinn út hjá HMS en HMS hefur unnið að honum í rúmt ár.
13. mars 2024
Með sjálfbærni að lífsstarfi - Málþing um Jón Kristinsson arkitekt
Málþing um sjálfbærar lausnir Jóns Kristinssonar arkitekts verður haldið fimmtudaginn 21. mars nk. í tilefni 60 ára starfsafmæli hans.
8. mars 2024
Viltu taka þátt?
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu í stjórnir ólíkra verkefna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Um er að ræða eitt sæti í stjórn HönnunarMars, Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlauna og Hönnunarlauna og varamenn.
6. mars 2024
Opinn fyrirlestur um sjálfbærni í arkitektúr frá Arnhildi Pálmadóttur
Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt FAÍ, verður með fyrirlestur í Fenjamýri, Grósku á morgun, þriðjudaginn 5. mars kl. 17. Þar mun hún fjalla um eigin verkefni og aðferðafræði í átt að sjálfbærum arkitektúr. Fyrirlesturinn er á ensku og opinn öllum.
4. mars 2024
Tölum um hringrásarhagkerfið! Hvernig getum við auðveldað hringrás í byggingariðnaði á Íslandi?
Tölum um hringrásarhagkerfið! Hvernig getum við auðveldað hringrás í byggingariðnaði á Íslandi? Ef þú vilt hafa áhrif á framtíð hringrásar í byggingariðnaðinum, taktu þátt í viðburði í Grósku (Fenjamýri) þann 28. febrúar kl 13.00 - 15.30. Öll velkomin en skráning á viðburðinn fer fram hér
26. febrúar 2024
Arkitektúr sem afl í kennslu
Fimmtudaginn 29. febrúar verður haldið í Norræna húsinu erindið Arkitektúr sem afl í kennslu þar sem arkitektarnir Guja Dögg Hauksdóttir og Pihla Meskanen, sem einnig er menntaður uppeldisfræðingur, miðla reynslu sinni og þekkingu.
26. febrúar 2024