Samtal um framtíð byggða á hönnun, hugviti og nýsköpun
Í tilefni af afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fór fram samtal um framtíð byggða á hönnun, hugviti og nýsköpun undir stjórn Hrundar Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Snörp erindi frá tilnefndum verkefnum og svo fróðlegar pallborðumræður.
2. nóvember 2021
Við erum öll almannavarnir fær sérstakt hrós dómnefndar Hönnunarverðlauna Íslands 2021
Við erum öll almannavarnir fær sérstakt hrós dómnefndar Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Verðlaunaafhendingin fór fram í Grósku þann 29. október við hátíðlega athöfn fyrir fullum sal gesta.
1. nóvember 2021
Sigurður Oddsson, Matthías Rúnar Sigurðsson og Gabríel Benedikt Bachmann hljóta Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fyrir Hjaltalín - ∞
Hönnunarverðlaun Íslands 2021 voru afhent með hátíðlegum hætti 29. október í Grósku. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti hönnuðinum Sigurði Oddssyni, myndhöggvaranum Matthíasi Rúnari Sigurðssyni og þrívíddarhönnuðinum Gabríel Benedikt Bachmann Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fyrir verkefnið Hjaltalín - ∞.
29. október 2021
CCP hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2021
Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2021 á Hönnunverðlaunum Íslands hlýtur fyrirtækið CCP Games. Það var Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins sem veitti forsvarsmönnum CCP viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Grósku.
29. október 2021
Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021 er Gunnar Magnússon, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með hátíðlegum hætti þann 29. október. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Gunnari Magnússyni, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021. Afkomendur Gunnars tóku á móti verðlaunum fyrir hans hönd, þar sem hann átti ekki heimangengt.
29. október 2021
Sjáumst á Hönnunarverðlaunum Íslands 2021
Nú styttist í gleðina í Grósku í tilefni af Hönnunarverðlaunum Íslands 2021. Hrund Gunnsteinsdóttir , framkvæmdastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni stýrir Samtalinu og pallborðsumræðum og Guðrún Sóley Gestsdóttir, fjölmiðlakona sér um að kynna verðlaunaafhendinguna sem fer fram í kjölfarið. Húsið opnar 15.
27. október 2021
Opið fyrir umsóknir í frumkvöðlasjóð Íslandsbanka
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum.
19. október 2021
Þetta er íslensk hönnun
Í vikunni fór af stað einstakt átak þar sem vakin er athygli á íslenskri hönnum en það er Eyjólfur Pálsson, gjarna kenndur við Epal sem stendur að baki átakinu sem ætlað er að gera fjölbreytileika íslenskrar hönnunar sýnilegar með auglýsingum á umhverfismiðlum um allt höfuðborgarsvæðið.
19. október 2021
Gleðin við völd á úthlutun Hönnunarsjóðs í Grósku
Gleðin var við völd á seinni úthlutun Hönnunarsjóðs árið 2021. Hér má sjá brot af stemmingunni í Grósku miðvikudaginn 6. október. Ljósmyndari: Víðir Björnsson.
8. október 2021
Samtök skapandi greina blása til sóknar
Samtök skapandi greina eru breiður samráðsvettvangur, sem ætlað er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og standa vörð um þessar greinar á Íslandi. Er þar átt við listir, sköpun, hugverk og menningu, sem og atvinnu- og viðskiptalíf sem af þeim skapast.
7. október 2021
Skattakynning Myndstefs - fyrir höfunda sjónlistaverka
Þann 1. janúar 2020 tóku gildi breytt skattalög sem fólu í sér að greiðslur vegna seinni afnota höfundavarinna verka eru fjármagnstekjuskattskyldar (22%) en ekki tekjuskattaðar (31,45 – 46,25%), eins og áður fyrr. En hvað þýðir þetta? Myndstef stendur fyrir kynningu á þessum lögum og reglum þann 21. október kl. 16.
4. október 2021
Vekjum athygli á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs fyrir samfélagið
Aldrei of oft sagt að hönnun og arkitektúr gegnir lykilhlutverki til búa hér til sjálfbært samfélag byggt á hönnun, hugviti og nýsköpun.
23. september 2021
Þetta er allt saman hannað
„Við stöndum á tímamótum, þar sem við þurfum að hanna allt upp á nýtt. Hringrásarhagkerfið felur í sér samvinnu, samnýtingu og samþættingu þvers og kurs um samfélagið. Lykilorðið er hönnun og arkitektúr kerfa og bygginga.“ Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni skrifar. Greinin birtist fyrst á Vísir.is
21. september 2021
Framtíðarráðuneyti?
Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Kristján Örn Kjartansson, arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs skrifar.
17. september 2021
Framtíð sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun
Í sumar fór fram stefnumót hönnuða og arkitekta þar sem markmiðið var að skerpa fókus, skilgreina helstu áherslusvið og móta markvissar tillögur um aðgerðir til að kynna fyrir stjórnmálafólki vegna kosninga til Alþingis. Samhljómur var um áherslurnar og að Ísland eigi mikinn og vaxandi mannauð með mikla þekkingu og reynslu sem má virkja betur.
16. september 2021
Taktu þátt í HönnunarMars 2022
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir hátíðina sem fer fram dagana 4.-8. Maí 2022 en umsóknarfresturinn er til 1. nóvember. Félagsmenn fagfélaga fá afslátt af þátttökugjöldum til 1. október.
13. september 2021
Hönnunarfyrirtækjum fjölgar mest
Vissir þú að hönnunarfyrirtækjunum á Íslandi hefur fjölgað mest á sviði skapandi greina á síðustu 10 árum samkvæmt menningarvísi Hagstofunnar? Það er gleðiefni að fá staðfest að hönnunargreinar séu í vexti á Íslandi og samfélagið þarf að horfast í augu við það að hönnun er í eðli sínu nýskapandi og öflugt tæki á tímum breytinga. Aðsend grein eftir Höllu Helgadóttir, framkvæmdstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem birtist fyrst á Vísir.is
13. september 2021
Hönnun og nýsköpun boða til stefnumóts við stjórnmálin
Icelandic Startups og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs fjalla um áskoranir og tækifæri nýsköpunar og skapandi greina til framtíðar. Hvernig búum við til öflugt samfélag og atvinnulíf sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun? Laugardaginn 4. september kl. 12 í Grósku.
2. september 2021
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2021 skipa …
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands er skipuð fagfólki frá ýmsum áttum, á vegum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Listaháskóla Íslands, Hönnunarsafni Íslands og Samtaka Iðnaðarins. Opið er fyrir ábendingar til 5. september næstkomandi en markmið þess er að tryggja að afburðar verk og verkefni fari ekki framhjá dómnefnd.
31. ágúst 2021
Námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanum í Reykjavík
Þann 23. ágúst hefst námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanumí Reykjavík. Á námskeiðinu, sem stendur yfir í sjö kennsludaga, munu þátttakendur tileinka sér undirstöðuþekkingu við notkun leirþrívíddarprentara en Myndlistaskólinn er eini skólinn á landinu sem býður uppá kennslu í þrívíddarprentun í leir.
12. ágúst 2021