Fatahönnunarfélag Íslands
FÍ er fagfélag fatahönnuða á Íslandi. Markmið þess er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi og standa vörð um réttindi félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni og að efla hugvit innan íslenskrar fatahönnunar. Félagið leggur sig fram við að upplýsa almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang.
„Að hanna kerfi sem sinnir mjög ólíkum þörfum“
Teymið Kolofon&co var fyrr i haust valið til að hanna merkingar og merkingakerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Vinnan er nú í fullum gangi og að mörgu að huga í svona stóru verkefni. Hér má fá smá innsýn inn í vinnuna bakvið tjöldin frá Gerði Jónsdóttur og Herði Lárussyni, verkefnastjórum verkefnisins.
28. október 2020
Skýrsla HönnunarMars 2020 er komin út
Skýrsla HönnunarMars 2020 er komin út og má lesa hér. Þar er finna allskonar fróðleik sem tengist undirbúningi hátíðarinnar og framkvæmdinni, en óhætt er að segja að ýmislegt hafi gengið á í aðdraganda þessarar stærstu hönnunarhátíðar landsins sem fór fram í tólfta sinn á þessu ári.
21. október 2020
Magnea kynnir línuna Made in Reykjavik
Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir sem hannar undir merkinu MAGNEA frumsýnir nýja línu í dag kl. 12 sem ber heitir Made in Reykjavík. Hún samanstendur af yfirhöfnum úr ull og er öll framleidd á höfuðborgarsvæðinu.
16. október 2020
Harpa óskar eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að spennandi nýjungum
Harpa fagnar 10 ára afmæli á næsta ári. Af því tilefni er vilji til að slá nýjan og ferskan tón. Markmiðið er að nýtt skipulag veitingastaða, verslana og annarrar þjónustu endurspegli sérstöðu Hörpu, í takti við breytt landslag og nánasta umhverfi í miðborg Reykjavíkur.
16. október 2020
Fjöregg vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm
Útsýnisskúlptúrinn Fjöregg er vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm en tillagan er unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Tillagan er óhefðbundin útsýnisstaður sem ber heitið Fjöregg.
14. október 2020
Loftslagsviðurkenning Reykjavíkurborgar og Festu - óskað eftir tilnefningum
Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga vegna loftslagsviðurkenningar Reykjavíkurborgar og Festu. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra
14. október 2020
Skýrsla Hönnunarmiðstöðvar Íslands fyrir árið 2019 er komin út
Skýrsla ársins 2019 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Hönnunarmiðstöðvar, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
5. október 2020
Endurmenntun HÍ - sérkjör til félagsmanna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Félagsmönnum aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur á tvö námskeið úr dagskrá haustmisseris hjá Endurmenntun.
2. október 2020
Útskriftarnemar í meistaranámi LHÍ taka þátt í Dutch Design Week
Útskriftarárgangur meistaranema í hönnun 2020 frá Listaháskóla Íslands tekur þátt í Dutch Design Week 2020 með útskriftarsýningu sinni HOW LONG WILL IT LAST?
2. október 2020
122 umsóknir bárust í Hönnunarsjóð - úthlutun fer fram 15. október
Síðasta úthlutun Hönnunarsjóðs 2020 fer fram 15. október næstkomandi. Alls bárust 122 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni.
24. september 2020
Hver hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020?
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í nóvember en þetta er í sjöunda sinn sem þau verða veitt. Verðlaunin varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Vinningshafar í gegnum tíðina hafa verið af fjölbreyttum toga og frá ýmsum sviðum hönnunar og arkitektúrs.
19. september 2020
Hver fær viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2020?
Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn árið 2015 en þau fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi.
18. september 2020
Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020?
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur þegar hafið störf en hennar hlutverk er að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
17. september 2020
Sýningin 100% Ull opnar í Hönnunarsafni Íslands
Á sýningunni er að finna dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag. Þátttakendur eru Ásthildur Magnúsdóttir, Magnea Einarsdóttir, Kormákur & Skjöldur, Kula by Bryndís, Ró og Ístex.
17. september 2020
Barnafatamerkið As We Grow þróar fullorðinslínu
As We Grow hlaut nýverið tvær milljóna króna styrk frá Hönnunarsjóði sem ætlunin er að nýta til að þróa fullorðinslínu merksins. Gréta Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi merkisins er í viðtali við Atvinnulífið á Vísi.
9. september 2020
Útskriftarsýning fatahönnunarnema LHÍ
9. september 2020
Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards
Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards, árlegri uppskeruhátíð arkitekta og hönnuða. Hún hlaut gullverðlaun í flokki Pret-A-Porter Woman fyrir haust- og vetrarlínu sína sem var frumsýnd á HönnunarMars 2019.
1. september 2020
Tískusýning LHÍ í beinu streymi í kvöld á Vísir.is
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun 2020 við Listaháskóla Íslands fer fram í kvöld, 1. september klukkan 19:30 með mjög óvenjulegum hætti. Á tískusýningunni sjálfri verða engir gestir vegna hertra takmarkana í ljósi Covid-19, heldur mun Vísir streyma henni beint þar sem hægt verður að horfa.
1. september 2020
Sex hönnuðir opna Kiosk í Grandagarði
Á morgun opnar hönnunarverslunin Kiosk Grandi en um er að ræða nýja verslun sem leggur áherslu á íslenska fatahönnun og fylgihluti, við Grandagarð 35. Sex fatahönnuðir standa að opnun verslunarinnar.
21. ágúst 2020
Spjaraþon - tveggja daga hugmyndasmiðja gegn textílsóun
Spjaraþon er tveggja daga hugmyndasmiðja eða hakkaþon, þar sem þátttakendur læra um vanda textíliðnaðarins og þróa og skapa í framhaldinu lausnir sem sporna gegn textílsóun.
12. ágúst 2020