Fatahönnunarfélag Íslands
FÍ er fagfélag fatahönnuða á Íslandi. Markmið þess er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi og standa vörð um réttindi félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni og að efla hugvit innan íslenskrar fatahönnunar. Félagið leggur sig fram við að upplýsa almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang.
Hönnunarteymið B&A&R&J valið úr hópi umsækjenda til að hanna hönnunarkerfi fyrir Íslandsstofu
Íslandsstofa auglýsti, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, eftir að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu. Alls bárust 10 sterkar umsóknir um verkefnið og eftir valferli var ákveðið að bjóða hönnunarteyminu B&A&R&J verkefnið.
18. desember 2020
Leggur sitt af mörkum til að skapa vistvænt ferli með nýrri fatalínu
Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður og jógakennari, frumsýnir nýja fatalínu undir merkinu AD sem vinnur með nýja íslenska lambsullarbandið þróað af VARMA og Ístex. Merkið er nú fáanlegt í nýrri pop up verslun VARMA á Skólavörðustíg fyrir jólin.
16. desember 2020
Á bakvið við vöruna - Gunnar Hilmarsson hjá Kormáki&Skildi
Í þáttunum Á bakvið vöruna er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Hér er í öðru myndbandi seríunnar er talað við Gunnar Hilmarsson, fatahönnuð hjá Kormáki og Skildi.
11. desember 2020
Hvar kaupum við íslenska hönnun?
Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs má sjá yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum og netverslanir. Sömuleiðis má finna beina linka á verslanir hönnuða og heimasíður sem selja vörur.
10. desember 2020
Ný herferð og heimasíða frá Fatahönnunarfélagi Íslands - Íslensk flík
Íslensk flík er vitundarvakning Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem íslensk fatahönnunarfyrirtæki bjóða upp á ásamt þeim möguleikum sem felast í greininni. Nú hefur nýherferð og ný heimasíða litið dagsins ljós.
4. desember 2020
Skyggnast inn í heim hönnuða í örmyndbandaseríunni Á bakvið vöruna
Markmiðið er að auka sýnileika hönnunar og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Að verkefninu standa þau Ási Már og Erna Hreins hjá Blóð stúdíó, nýrri hönnunar- og markaðsstofu.
4. desember 2020
Íslenskir fatahönnuðir teikna sokka fyrir Íslandsdeild Amnesty International
Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfsins. Í ár voru fatahönnuðirnir Anita Hirlekar, Aldís Rún og Bergur Guðnason fengnir til að teikna sokka.
1. desember 2020
Hátíðarhandbók Kiosk Granda 2020 komin út
Hátíðarhandbók Kiosk Granda 2020 er komin út en þar má finna glæsilegar gjafahugmyndir frá íslensku hönnuðum og fatamerkjum Magneu Einarsdóttur, Anitu Hirlekar, Hlín Reykdal, Eygló Lárusdóttur og Bahns.
30. nóvember 2020
Studio 2020 - Digital Sigga
Hönnun í hinum rafræna heimi með hönnuðinum Sigríði Birnu Matthíasdóttur, Digital Siggu, í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
28. nóvember 2020
Misbrigði, tískusýning fatahönnunarnema á 2 ári við LHÍ opnar í dag í gluggun verslana Rauða Krossins
Misbrigði, tískusýning fatahönnunarnema á 2. ári við Listaháskóla Íslands, er árlegt samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Fatasöfnunar Rauða Kross Íslands og hefur alla jafna verið sýnt í formi hefðbundinnar tískusýningar. Í ár verða Misbrigði sýnd með gluggaútstillingu í Rauða Kross verslununum landsins.
27. nóvember 2020
Leiðtogi í Skapandi hugsun - sérskjör á námskeið Akademias
Akademias, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, býður upp á námskeiðið Leiðtogi í Skapandi hugsun (hönnunarhugsun). Námskeiðið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla hugmyndavinnu og skapandi hugsun hjá hinu opinbera, í íslensku atvinnulífi og þriðja geiranum. Sérkjör til 30. nóvember.
20. nóvember 2020
Íslandsstofa leitar að hönnuðum til að þróa hönnunarkerfi fyrir sýningarbása
Íslandsstofa, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, leitar að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu.
19. nóvember 2020
VARMA opnar verslun í samstarfi við hönnuði á Skólavörðustíg
Íslenska framleiðslufyrirtækið VARMA opnar verslun á Skólavörðustíg 4a með vörum frá hönnuðum sem eiga það sameiginlegt að framleiða vörur sínar í verksmiðju VARMA en það eru vörumerkin MAGNEA og nýja línan hennar Made in Reykjavík, Vík Prjónsdóttir, AD, Margrethe Odgaard fyrir Epal og Hullupullur.
17. nóvember 2020
Samkeppni um ljósverk fyrir Vetrarhátíð 2021
Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir samkeppni um þrjú ljósverk á Vetrarhátíð 2021. Verkin sem verða valin verða sýnd á Vetrarhátíð 2021 dagana 4.-7. febrúar.
12. nóvember 2020
Leitað að hönnuðum til að þróa einkenni fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytiðí samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leita að hönnuði eða hönnunarteymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis og kynningarefnis fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar, sem ber vinnuheitið Fyrirmyndaráfangastaðir í ferðaþjónustu
9. nóvember 2020
Festa opnar fyrir umsóknir að Aðildi - fyrir nýsköpunar - og hönnunarfyrirtæki
Festa hefur sett á stofn Aðildi – fellowship prógram sem felur í sér aðild að Festu í eitt ár fyrir 10 sprota eða nýsköpunarfyrirtæki, hönnunarfyrirtæki eða aðila sem starfa með heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og leggja áherslu á samfélagsþróun, umhverfismál og sjálfbærni.
2. nóvember 2020
Ný fatalína Anítu Hirlekar hönnuð og framleidd á Íslandi
Vetrarlína fatahönnuðarins Anítu Hirlekar er nú fáanleg en hún einkennist af sterkum litasamsetningum, hand-bróderuðum flíkum og kvenlegum kjólum skreyttum blómamunstrum. Allt hönnunarferlið sem og framleiðslan sjálf, fór fram á Íslandi.
30. október 2020
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í janúar
Afhending Hönnunarverðlauna, og málþing tengt þeim, átti að fara fram þann 5. nóvember næstkomandi. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur verið tekin ákvörðun um fresta verðlaununum og freista þess að hægt verði að halda raunverulegan viðburð þegar fram líða stundir.
30. október 2020
HönnunarMars 2021 fer fram í maí
Mars færist fram í maí 2021! Stærsta hönnunarhátíð landsins HönnunarMars fer fram dagana 19-23. maí 2021.
29. október 2020
Reykjavíkurborg auglýsir eftir hönnunarteymum til að móta göngugötur
Vilt þú móta göngugötur? Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir þverfaglegum og skapandi teymum til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi. Umsóknarfrestur til 11. nóvember
28. október 2020