Félag vöru-og iðnhönnuða
Félag vöru- og iðnhönnuða er fagfélag hönnuða á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera málsvari hönnuða, með virku samtali og opnu upplýsingaflæði. Auk þess að efla þekkingu á faginu og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að faglegum vinnubrögðum og eflingu hönnunar.
Námskeið fyrir hönnuði og arkitekta hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Félögum í fagfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun HÍ. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum, að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.
1. febrúar 2024
Fjöldi umsókna barst um þátttöku á HönnunarMars 2024
Búið er að loka fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 og bárust fjöldi forvitnilega og fjölbreyttra umsókna í ár. Líkt og fyrri ár verða yfir 100 sýningar á dagskrá sem breiða úr sér á helstu sýningarsvæðum hátíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefst vinna faghóps hátíðarinnar að rýna umsóknir og teymi HönnunarMars við undirbúning á hátíðinni.
12. janúar 2024
Áramótahattar með hattagerðarmeisturum
Hattagerðarmeistararnir Anna Gulla og Harper bjóða upp smiðju í gerð áramótahatta í Hönnunarsafni Íslands þann 30. desember.
27. desember 2023
Árið 2023 í hönnun og arkitektúr
Árið sem er að líða hefur verið ansi viðburðaríkt hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. 2023 byrjaði með krafti sem gaf svo sannarlega tóninn fyrir ár fullt af fjölbreyttum verkefnum og viðburðum á hinum ýmsu sviðum.
21. desember 2023
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sendir hugheilar hátíðarkveðjur og með ósk um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Við þökkum vinum, velunnurum og öllu okkar góða og fjölbreytta samstarfsfólki innilega fyrir viðburðarríkt ár.
20. desember 2023
Svartbysvart & Friends pop-up verslun á Klapparstíg
Pop-up verslunin Svartbysvart & Friends hefur opnað við Klapparstíg 29 en verslunin leggur áherslu á sjálfbæra íslenska hönnun sem er framleidd í Reykjavík.
18. desember 2023
Umsóknarfrestur á HönnunarMars 2024 til 10. janúar
Opið er fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 sem fer fram dagana 24. - 28. apríl. Umsóknarfrestur til 10. janúar. Dagskráin er farin að taka á sig spennandi og fjölbreytta mynd, en margar umsóknir bárust í snemmskráningu í haust. Það er því hægt að byrja að telja niður í hátíð með hækkandi sól.
15. desember 2023
Hönnun margmiðlunarsýningar á World Expo í Japan
Opnað hefur verið fyrir tilboð í hönnun margmiðlunarsýningar á Heimssýningunni í Osaka árið 2025 á útboðsvef Evrópusambandsins. Heimssýningin (e. World Expo) fer fram í Osaka í Japan 13. apríl – 13. október 2025. Búist er við að um 28 milljón manns heimsæki sýninguna á því tímabili.
8. desember 2023
Fjölbreyttir hönnunartengdir viðburðir framundan
Önnur helgi í aðventu er framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar. Góða skemmtun.
8. desember 2023
Loftpúðinn tilnefndur til Green Product Awards 2024
Loftpúðinn eftir Studíó Fléttu fyrir Fólk Reykjavík er tilnefndur til Green Product Awards 2024. Tilkynnt var um tilnefningar í gær í Berlín en yfir 1500 ábendingar frá 54 löndum bárust til verðlaunanna og hlaut Loftpúðinn tilnefningu í flokki Lífstíls- og innanhúsvara. Hægt er kjósa um vöru ársins til 14. janúar 2024.
8. desember 2023
Vöndum valið - íslensk hönnun fyrir jólin
Nú líður senn að jólum og á þessum tíma árs er tilvalið að kynna sér þá fjölbreytni og grósku sem er að eiga sér stað í íslenskri hönnun. Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að finna aðgengilegt yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir sem og netverslanir.
6. desember 2023
11 hönnuðir hljóta listamannalaun 2024
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og úthlutuðu 50 mánuðum til 11 hönnuða. Alls bárust 49 umsóknir og sótt um 384 mánuði. Anita Hirlekar, Anna María Bogadóttir og Jón Helgi Hólmgeirsson eru meðal þeirra hönnuða sem hljóta starfslaun hönnuða árið 2024.
5. desember 2023
Hátíð í bæ hjá hönnuðum um helgina
Nú er desember genginn í garð í allri sinni dýrð og aðventan framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Nú um helgina fara fram ýmsir hönnunartengdir viðburðir sem vert er að gefa gaum. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar.
1. desember 2023
Fyrsta vörulína Miklo frumsýnd í Mikado
Íslenska hönnunarstúdíóið Studio Miklo frumsýnir fyrstu vörulínu sína í versluninni Mikado. Vörulínan samanstendur af handmótuðum munum úr steinleir sem einkennast af hringlaga formum án upphafs og enda.
30. nóvember 2023
Framúrskarandi fögnuður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Það var mikið um dýrðir í Grósku þann 9. nóvember þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Dagurinn hófst á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði.
15. nóvember 2023
Pítsustund er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Pítsustund eftir Fléttu og Ýrúrarí er sigurvegari í flokknum Verk á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 fyrir að vera frumlegt og gott dæmi um hvernig hönnun getur vakið fólk til umhugsunar með eftirminnilegri upplifun og áhugaverðri félagslegri tilraun.
9. nóvember 2023
Edda, hús íslenskunnar er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands
Edda, hús íslenskunnar eftir Hornsteina arkitekta er sigurvegari í flokknum Staður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 fyrir einkennandi og áhrifamikil bygging sem sameinar varðveislu og aðgengi almennings að íslenskum menningarverðmætum til framtíðar.
9. nóvember 2023
Sigrún Guðjónsdóttir „Rúna” hlýtur heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2023
Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2023 er Sigrún Guðjónsdóttir „Rúna” fyrir framlag sitt til leirlistar og brautryðjendastarf á því sviði hér á landi.
9. nóvember 2023
Loftpúðinn er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Loftpúðinn eftir Fléttu fyrir FÓLK Reykjavík er sigurvegari í flokknum Vara á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 fyrir að vera nútímalegir, einstakit og fallegir auk þess að vera frábært dæmi um nýskapandi hönnun með áherslu á hringrás.
9. nóvember 2023
Angústúra hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2023
Angústúra bókaforlag hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 en bókaforlagið hefur frá upphafi átt í samstarfi við leiðandi hönnuði og átt sinn þátt í skrásetningu á hönnunarsögu landsins.
9. nóvember 2023