Félag vöru-og iðnhönnuða
Félag vöru- og iðnhönnuða er fagfélag hönnuða á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera málsvari hönnuða, með virku samtali og opnu upplýsingaflæði. Auk þess að efla þekkingu á faginu og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að faglegum vinnubrögðum og eflingu hönnunar.
HönnunarMars 2024 - Upplifðu!
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Í grunninn er HönnunarMars ein stór upplifun en hér má sjá yfirlit yfir viðburði og sýningar sem miða sérstaklega að því að leyfa gestum að upplifa, finna, hlusta og smakka svo eitthvað sé nefnt.
16. apríl 2024
HönnunarMars 2024 - Grafík og prent
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Við kynnumst grafískri hönnun og prentverkum á Íslandi í ólíku samhengi. Við fræðumst um sögu hennar, fáum innsýn í áhugaverða vinnu grafískra hönnuða og kíkjum einnig út fyrir landsteinana. Fyrir áhugasama er hér samantekt á viðburðum og sýningum sem snúast um grafík og prent.
16. apríl 2024
HönnunarMars 2024 - Fyrir heimilið
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Hönnun fyrir heimili snertir okkur öll á einn eða annan hátt. Skoðaðu viðburði HönnunarMars þar sem þægindi, fegurð og notagildi heimilisins eru í fyrirrúmi.
16. apríl 2024
HönnunarMars 2024 - Nemendasýningar
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Afrakstur hönnunarnema veita innsýn í það sem koma skal á sviði hönnunar. Hér er að finna yfirlit yfir nemendasýningar sem HönnunarMars býður upp á í ár.
16. apríl 2024
HönnunarMars 2024 - Skartgripahönnun
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Gestir fá tækifæri til að skoða og fræðast um skartgripahönnun í táknrænu, aðferðafræðilegu og sögulegu samhengi. Hér er yfirlit yfir þá viðburði sem snúast um skartgripahönnun í fjölbreyttri mynd.
16. apríl 2024
HönnunarMars 2024 - Tryggðu þér sæti
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Til þess að tryggja ánægju hátíðargesta og gæði upplifana krefjast sumir viðburðir skráningar og því um að gera að kynna sér þá í tæka tíð. Hér má finna yfirlit yfir viðburði/sýningar sem krefjast forskráningar þar sem um takmarkaðan sætafjölda er að ræða.
10. apríl 2024
Ísland tekur þátt í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr 2025
Undirbúningur vegna þátttöku Íslands í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr 2025 er hafinn. Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur falið Miðstöð hönnunar og arkitektúrs að halda utan um verkefnið og átta manna stýrihópur hefur hafið störf. Í apríl verður kallað eftir tillögum að framlagi Íslands til Feneyjartvíæringsins í arkitektúr. Óskað verður eftir þátttöku teyma til að senda inn hugmynd að framlagi Íslands í opnu kalli.
10. apríl 2024
Sýningin skart:gripur - skúlptúr fyrir líkamann opnar í Hafnarborg
Á sýningunni skart:gripur - skúlptúr fyrir líkamann má finna gripi eftir fjölbreyttan hóp gullsmiða, skartgripahönnuði og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar. Sýningin opnar laugardaginn 6. apríl kl. 15 í Sverrissal í Hafnaborg og er hluti af dagskrá HönnunarMars.
3. apríl 2024
Taktu þátt í DesignMatch kaupstefnunni á HönnunarMars 2024
Á DesignMatch fá hönnuðir tækifæri til að kynna sig (sem hönnuði) og verkin sín fyrir erlendum kaupendum.
25. mars 2024
Hraunborgir og Annarsflokks æðadúnn hljóta fimm milljónir hvor úr Hönnunarsjóði
Fyrri úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 22. mars. 21 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrki en 36 milljónir voru til úthlutunar.
22. mars 2024
Innsýn- Grugg og Makk
Félag vöru- og iðnhönnuða hefur hafið framleiðslu á örþáttaröðinni Innsýn þar sem markmiðið er að sýna breidd félagsfólks. Þáttaröðin samanstendur af stuttum viðtalsklippum við ólíka hönnuði sem starfa í allskonar geirum og er miðlað á Instagramreikning félagsins @honnudir. Hér eru þeir Kjartan Óli og Sveinn Steinar hönnuðir sem saman reka bruggfyrirtækið Grugg og Makk sem hefur það að leiðarljósi að fanga bragð af stað og stund úr íslenskri náttúru.
15. mars 2024
Guðmundur Lúðvík til umfjöllunar hjá Mohd Magazine
Húsgagnahönnuðurinn Guðmundur Lúðvík segir frá starfi sínu sem hönnuður og samstarfi við Carl Hansen & Søn í viðtali við Mohd Magazine
7. mars 2024
Viltu taka þátt?
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu í stjórnir ólíkra verkefna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Um er að ræða eitt sæti í stjórn HönnunarMars, Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlauna og Hönnunarlauna og varamenn.
6. mars 2024
Innsýn- Ólöf Rut Stefánsdóttir
Félag vöru- og iðnhönnuða hefur hafið framleiðslu á örþáttaröðinni Innsýn þar sem markmiðið er að sýna breidd félagsfólks. Þáttaröðin samanstendur af stuttum viðtalsklippum við ólíka hönnuði sem starfa í allskonar geirum og er miðlað á Instagramreikning félagsins @honnudir. Hér er Ólöf Rut Stefánsdóttir, vöru-og motion hönnuður og stjórnanda hjá Ásmundarsal, þar sem hún stýrir til að mynda sýningarhaldi, upplifunum, kynningu og miðlun út á við.
5. mars 2024
Opið kall - Sýning í Fyrirbæri á HönnunarMars
Gallerí Fyrirbæri, sem er multi komplex skapandi einstaklinga í miðbæ Reykjavíkur, stendur fyrir opnu kalli fyrir sýninguna ANARKIST ~ FAGURFRÆÐI.
22. febrúar 2024
Sótt um 384 milljónir í Hönnunarsjóð
Lokað var fyrir umsóknir Hönnunarsjóð í gær en um er að fyrri úthlutun ársins 2024. Alls bárust 121 umsókn í almenna styrki upp á tæpar 371 milljónir og 21 umsókn um ferðastyrki upp á tæpar 14 milljónir.
22. febrúar 2024
Opið kall - FLEY, samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða
Félag vöru-og iðnhönnuða stendur nú fyrir opnu kalli á verkum fyrir sýninguna FLEY sem haldin verður í fyrsta skipti á HönnunarMars í apríl. FLEY er samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða!
21. febrúar 2024
HönnunarMars 2024 - Þar sem kaos er norm og jafnvægi list
Á hátíðinni í ár er ástand heimsins speglað í sirkusnum. Snúum öllu á hvolf með gleði, forvitni og hugrekki! Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir þenja mörk hins mögulega með spennandi sýningum, viðburðum, vinnustofum, leiðsögnum og opnunum um allan bæ á HönnunarMars 2024 dagana 24. - 28. apríl.
8. febrúar 2024
Opið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands. Skólinn býður upp á tvær námsleiðir í alþjóðlegu meistaranámi í hönnun og arkitektúr. Umsóknarfrestur er til og með 8. mars.
6. febrúar 2024