Fatahönnunarfélag Íslands
FÍ er fagfélag fatahönnuða á Íslandi. Markmið þess er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi og standa vörð um réttindi félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni og að efla hugvit innan íslenskrar fatahönnunar. Félagið leggur sig fram við að upplýsa almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang.
Börnin að borðinu er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Börnin að borðinu eftir Þykjó er verðlaunahafi í flokknum Verk á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 fyrir að vera frumlegt og áhugavert dæmi um hvernig hægt er miðla hugmyndum barna og ungmenna að alvöru og virðingu með að leiðarljósi að gefa þeim rödd og virkja til áhrifa.
7. nóvember 2024
Smiðja, skrifstofubygging Alþingis er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Smiðja, skrifstofubygging Alþingis eftir Studio Granda er verðlaunahafi í flokknum Staður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Smiðja er borgarhús í hæsta gæðaflokki sem ber íslensku hugviti og handverki glæsilegt vitni.
7. nóvember 2024
Peysan James Cook er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Peysan James Cook, unnin í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS, er verðlaunahafi í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 fyrir að vera frábært dæmi um hvernig góð hönnun getur haft jákvæð félagsleg áhrif.
7. nóvember 2024
Krónan hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2024
Krónan hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
7. nóvember 2024
Við kynnum til leiks fyrsta fyrirlesara á DesignTalks 2025 - Tryggðu þér miða í forsölu!
Hönnuðurinn Fernando Laposse kemur fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta
5. nóvember 2024
Fögnum framúrskarandi íslenskri hönnun 7. nóvember
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fer fram í Grósku þann 7. nóvember. Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau.
3. nóvember 2024
Misbrigði X - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands
Misbrigði X - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands verður haldin þann 2. nóvember í svarta kassanum, leikhúsrými Listaháskóla Íslands.
29. október 2024
Íslensk hönnun lýsir upp borgina
„Íslensk hönnun“ kynningarátakið lýsir upp höfuðborgina fjórða árið í röð þar sem nýstárleg, fjölbreytileg og litrík íslensk hönnun birtist og tekur yfir ljósaskilti höfuðborgarsvæðisins í heila viku.
28. október 2024
Börnin að borðinu er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Verkefnið Börnin að borðinu eftir Þykjó er tilnefnt sem verk ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram í Grósku 7. nóvember.
24. október 2024
Stafrænn gagnagrunnur fyrir byggingariðnað og útisýning innblásin af skáldskap hljóta hæstu styrki Hönnunarsjóðs
Seinni úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 22. október. 24 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu almenna styrki en 38,8 milljónir voru alls til úthlutunar. Alls bárust 89 umsóknir um almenna styrki þar sem samtals var sótt um tæpar 300 milljónir og 33 umsóknir um ferðastyrki.
23. október 2024
Annarsflokks tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Verkefnið Annarsflokks eftir Stúdíó Erindreka og Sigmund Pál Freysteinsson er tilnefnt sem verk ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
22. október 2024
Leiðsögn með dansdæmum á Hönnunarsafni Íslands
Sunnudaginn 20. október kl. 13:00 verður leiðsögn með dansdæmum um sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili. Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður safnsins og Sigríður Soffía Níelsdóttir, dansari og danshöfundur sjá um leiðsögnina.
18. október 2024
Jólamarkaður Saman - opið fyrir umsóknir
Opið er fyrir umsóknir í SAMAN — Menning & upplifun sem fer fram í porti Hafnarhússins laugardaginn 30. nóvember á milli 11-17. Um er ræða vettvang þar sem hönnuðir, myndlistarmenn, matgæðingar og tónlistarfólk koma saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum, drykkjum, matvöru og listaverkum af ýmsum toga verða til sölu fyrir jólin.
17. október 2024
Smiðja er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Smiðja, skrifstofubygging Alþingis eftir Studio Granda er tilnefnd sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
16. október 2024
Samtal um verðmæti skapandi greina, nýsköpun og úthlutun Hönnunarsjóðs
Verið öll velkomin í Grósku þriðjudaginn 22. október á samtal um verðmæti skapandi greina og úthlutun Hönnunarsjóðs.
10. október 2024
Eldgos er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Bókin Eldgos eftir teiknarann, hönnuðinn og rithöfundinn Rán Flygenring er tilnefnd í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
10. október 2024
James Cook tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Peysan James Cook, unnin í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS, er tilnefnd í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024.
9. október 2024
Hljómkassar tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Hljómkassar eftir Halldór Eldjárn og Jón Helga Hólmgeirsson eru tilnefndir í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
8. október 2024
25 ára afmæli Bleiku slaufunnar í Lofskeytastöðinni
Í tilefni af 25 ára afmæli Bleiku slaufunnar hefur verið sett upp sýning í Loftskeytastöðinni þar sem allar Bleiku slaufurnar sem framleiddar hafa verið á Íslandi verða til sýnis. Opnunarhóf laugardaginn 5. október kl. 14.
4. október 2024
Forsala hafin á DesignTalks 2025
Búið er að opna fyrir forsölu á alþjóðlegu ráðstefnuna DesignTalks sen fer fram þann 2. apríl 2025 í Silfurbergi í Hörpu. Tryggðu þér miða á þennan vinsæla viðburð sem hefur farið fram fyrir fullu húsi undanfarin ár.
1. október 2024