Fatahönnunarfélag Íslands
FÍ er fagfélag fatahönnuða á Íslandi. Markmið þess er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi og standa vörð um réttindi félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni og að efla hugvit innan íslenskrar fatahönnunar. Félagið leggur sig fram við að upplýsa almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang.
Vík Prjónsdóttir - Ævisaga
Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum og stofnendum Víkur Prjónsdóttur, rekur áhugaverða sögu verkefnisins á Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 15. september kl. 13:00.
11. september 2024
Salóme Guðmundsdóttir í stjórn HönnunarMars
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnendaráðgjafi og stjórnarkona tekur sæti í stjórn HönnunarMars. Hún hefur starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni undanfarinn áratug, lengst af sem framkvæmdastjóri Klak og síðar fyrir Eyri Venture Mangament og tengd félög sem stjórnandi og stjórnarmaður.
10. september 2024
HönnunarMars 2025 - umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember.
Opið er fyrir umsóknir á HönnunarMars 2025 sem fer fram í sautjánda sinn dagana 2. - 6. apríl. Vertu með! Umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember 2024.
9. september 2024
HA? Kíkjum á það sem er að gerast
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnir vetrardagskrá, verkefni, áherslur og starfsemi þann 12. september. Öll velkomin!
5. september 2024
And Anti Matter tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week
And Anti Matter (&AM) tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week dagana 7.-8. september. &AM mun vera með flíkur úr línunni ANTI WORK sem kom út í febrúar á þessu ári og vöktu mikla lukku.
4. september 2024
Opið fyrir umsóknir í borgarsjóð Reykjavíkurborgar
Opnað var fyrir umsóknir um styrk úr borgarsjóði þann 1. september 2024. Umsóknarfrestur er til 30. september 2024.
3. september 2024
Erum við að leita að þér? Kynningarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leitar að kraftmiklum, skipulögðum og skapandi einstakling í starf kynningarstjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem gefst m.a. kostur á að sinna verkefni á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Kynningarstjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra og verkefnastjóra.
29. ágúst 2024
Fjölskyldusmiðjur Hönnunarsafns Íslands hefjast á ný
Fyrsta sunnudag hvers mánaðar býður Hönnunarsafn Íslands fjölskyldum í skapandi smiðju með hönnuðum og listhandverksfólki sem veita börnum innsýn í ólíkar greinar. Á dagskrá vetrarins eru fjölbreyttar smiðjur, allt frá textíl til arkitektúrs. Á meðal nýstarlegra smiðja má nefna bangsastólasmiðju og piparkökuarkitektúr.
28. ágúst 2024
Hönnunartengdir viðburðir á Menningarnótt 2024
Menningarnótt fer fram í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst, þar sem fjölbreyttir menningarviðburðir fyrir alla aldurshópa fara fram víðsvegar um borgina. Hér er stutt samantekt á viðburðum á Menningarnótt með hönnunarívafi.
22. ágúst 2024
Textílfélagið fagnar 50 árum með sýningu
Á þessu ári fagnar Textílfélagið 50 ára afmæli með veglegri sýningu á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum.
16. ágúst 2024
Opið kall: DesignTalks 2025
Lumar þú á hugmynd fyrir DesignTalks? Bentu á þann sem þér þykir bestur. Opið er fyrir tillögur að fyrirlesurunum og verkefnum á DesignTalks 2025.
16. ágúst 2024
Opið fyrir umsóknir um listamannalaun 2025
Opið er fyrir umsóknir til listamannalauna 2025. Tilgangur listamannalauna er að efla listsköpun í landinu. Opið er fyrir umsóknir til kl. 15:00, 1. október 2024.
7. ágúst 2024
Gleðilegt sumar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 15. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst.
12. júlí 2024
Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða síðari úhlutun ársins 2024 en umsóknarfrestur rennur út þann 19. september. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja. Úthlutun fer fram 22. október 2024.
12. júlí 2024
Hönnunarverðlaun Íslands 2024 - opið fyrir ábendingar
Opið er fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2024 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 4. september. Markmiðið með ábendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.
2. júlí 2024
Aðalfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúr og skýrsla 2023/2024
Miðvikudaginn 29. maí fór fram aðalfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í Grósku fyrir stjórnir og hluthafahóp. Þá kom út ársskýrsla Miðstöðvarinnar fyrir árið 2023 - 2024 sem er nú aðgengileg hér á heimasíðunni.
5. júní 2024
Úr herbergi í herbergi - hannaðu híbýli í sumarfríinu!
Hönnunarsafn Íslands býður upp á fimm daga sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9-12 ára dagana 10.-14. júní, milli kl. 13-16. Námskeiðsgjald er 22.500 kr.
5. júní 2024
Opið fyrir umsóknir í Ásmundasal
Ásmundarsalur óskar eftir umsóknum fyrir komandi sýningarár; Myndlist, sviðslist, tónlist og hönnun. Umsóknarfrestur er til 15. júní.
28. maí 2024
HönnunarMars 2024 - Hvernig var?
Nú er HönnunarMars að baki, sextánda árið í röð, þar sem sirkúsandar svifu yfir höfuðborgarsvæðinu með fjölmörgum og fjölbreyttum sýningum og viðburðum. En hvernig var þín upplifun af hátíðinni í ár?
24. maí 2024