Árið 2022 í hönnun og arkitektúr
Nú þegar líður að áramótum er tilvalið að líta yfir farinn veg og skoða hvað stóð upp úr árið 2022 á sviði hönnunar og arkitektúrs. Árið sem byrjaði í Covid ástandi endaði á því að springa út með fjölmörgum spennandi verkefnum og viðburðum. Hér er stiklað á stóru á því sem bar hæst.
28. desember 2022
Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Við minnum á að skrifstofan er lokuð frá 22. desember til 3. janúar.
22. desember 2022
Tíu hönnuðir hljóta listamannalaun 2023
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og úthlutuðu 50 mánuðum til 10 hönnuða. Alls bárust 55 umsóknir og sótt um 424 mánuði. Hanna Dís Whitehead, Helga Lilja Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Úlfarsson og Katrín Alda Rafnsdóttir eru meðal þeirra hönnuða sem hljóta listamannalaun hönnuða á næsta ári.
17. desember 2022
Hugmyndin kviknaði í fjörunni
Leirkerasmiðurinn Aldís Bára Einarsdóttir frumsýnir um helgina grip sem hún hannaði með syni sínum, arkitektinum Davíð Georg Gunnarssyni í Rammagerðinni. Um er að ræða fallegt gjafasett sem samanstendur af ilmkeri eftir Aldísi og Davíð og með kerinu kemur sérvalinn hraunmoli og svo val milli tveggja einstakra lykta hannaðar af Fischersundi sem sérhæfir sig í upplifun og skynjun.
16. desember 2022
Félagsfundur FÍT: Samningsgerð og höfundaréttur
FÍT og Myndstef standa fyrir fundi fyrir teiknara, grafíska hönnuði og myndhöfunda innan FÍT varðandi höfundaréttar- og samningamál. Fundurinn verður haldinn í Grósku, þriðjudaginn 15. nóvember kl.17.00
11. nóvember 2022
Fögnum framúrskarandi hönnun þann 17. nóvember í Grósku
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fer fram í Grósku þann 17. nóvember. Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim framúrskarandi og fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu til í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau.
3. nóvember 2022
Laufskálavarða þjónustuhús tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Laufskálavarða þjónustuhús eftir STÁSS Arkitekta er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
29. október 2022
Universal Thirst er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Universal Thirst, stofnendur Kalapi Gajjar og Gunnar Vilhjálmsson, er tilnefnt til Hönnunarverðlaun Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
28. október 2022
Plastplan er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Plastplan, stofnendur Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson, er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
27. október 2022
Hljóðhimnar tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Hljóðhimnar eftir Þykjó er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
26. október 2022
Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Verkefnið Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum eftir Sól Hansdóttur er tilnefnt til Hönnunaverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
25. október 2022
Snert á landslagi tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Verkefnið Snert á landslagi eftir Tinnu Gunnarsdóttur er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
24. október 2022
Samkeppni um nýja grunnsýningu um hafið - forval fyrir hönnunarsamkeppni um sýningu Náttúruminjasafns Íslands
Náttúruminjasafn Íslands í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaup efnir til hönnunarsamkeppni um nýja grunnsýningu fyrir safnið í Náttúruhúsi í Nesi, nýju húsnæði safnsins við Safntröð á Seltjarnarnesi. Samkeppnin er hönnunar- og framkvæmdasamkeppni með forvali.
10. október 2022
Fjölmargar ábendingar bárust til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Búið er að loka fyrir innsendingar á ábendingum til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 en fjölmargar ábendingar bárust í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2022. Nú hefst vinna dómnefndar á fullu. Hönnunarverðlaun Íslands 2022 fara fram í Grósku þann 17. nóvember, takið daginn frá!
31. ágúst 2022
Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022?
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022 er í startholunum en framundan er vandasöm vinna við að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
24. ágúst 2022
Taktu þátt í HönnunarMars 2023!
Frestur til að senda inn umsókn fyrir HönnunarMars 2023 rennur út fimmtudaginn 29. september.Hátíðin fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí og breiðir úr sér um Reykjavík og nágrenni með fjölbreyttum sýningum og viðburðum sem endurspegla grósku og nýsköpun hönnunarsamfélagsins. Umsókn þarf ekki vera fullunnin fyrir þennan frest og gefst þátttakendum með samþykktar umsóknir færi á að uppfæra upplýsingar til 15. febrúar 2023.
16. ágúst 2022
Opid kall í Ásmundarsal
Ásmundarssalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar fyrir næsta sýningarár. Frestur til 4. september.
11. ágúst 2022
Hvað hefur skarað fram úr? Opið fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 29. ágúst 2022. Markmið með ábendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.
8. ágúst 2022
Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í síðari úthlutun Hönnunarsjóðs. Frestur er til miðnættis 22. september.
4. ágúst 2022
Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs í samráðsgátt
Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda af Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
25. júlí 2022