Rýnifundur-Skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal
Arkitektafélag Íslands efnir til rýnifundar þriðjudaginn 1. október kl. 12.00 um þær tillögur sem bárust í samkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal. Rýnifundurinn verður fjarfundur.
23. september 2024
Opnun: Örverur á heimilinu
Föstudaginn 27. september kl 17:00 opnar sýning Örverur á heimilinu í Hönnunarsafni Íslands. Örverur á heimilinu er hluti af sýningarröðinni Heimsókn á Hönnunarsafni Íslands.
23. september 2024
Skipulagsdagurinn 2024
Skipulagsdagurinn, árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál, verður haldinn fimmtudaginn 17. október næstkomandi milli kl. 9 -16 á Hilton Nordica á Suðurlandsbraut.
23. september 2024
Flétta verðlaunaðar á Maison&Objet í París
Flétta, Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir, voru á dögunum verðlaunaðar sem rísandi stjörnur á frönsku hönnunarvikunni Maison&Objet ásamt því að vera með sýningu þar sem þær frumsýndu ný ljós.
23. september 2024
Ha - hvað er að gerast?
Fjöldi fólks lagði leið sína í Grósku í síðustu viku á kynningarfund Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þar sem farið var yfir farið var yfir helstu verkefni Miðstöðvarinnar framundan eins og Framtíðarsýn Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlaunin, HönnunarMars, DesignTalks, HA? og Feneyjartvíæringinn í arkitektúr 2025.
19. september 2024
KJARTAN SVEINSSON: ÍSLENZK BLOKK
Fimmta árs nemar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands opna sýningu tileinkaða verkum Kjartans Sveinssonar (1926-2014) fimmtudaginn 19. september í Epal gallerí. Sýndur verður afrakstur kortlagningar nemenda á höfundaverki Kjartans.
19. september 2024
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands hefur hafið störf og hún er skipuð fagfólki frá ýmsum áttum. Yfir 100 ábendingar bárust dómnefnd í opnu kalli sem lauk í byrjun mánaðarins. Hönnunarverðlaunin fara fram við hátíðlega athöfn þann 7. nóvember næstkomandi.
18. september 2024
Aðförin í öndvegi - hádegismálþing um fjölbreyttar samgöngur og borgarskipulag
Samtal um samgöngumál í samgönguviku. Elliðaárstöð, Orka náttúrunnar og Veitur standa fyrir málþingi í hádeginu miðvikudaginn 18. september á Á Bístró í Elliðaárstöð þar sem umferð hjólandi og gangandi er einmitt í öndvegi. Meðal þeirra sem koma fram er Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt og Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður.
16. september 2024
Arkitektúr og skipulag orðið stafrænt
Tímaritið Arkitektúr og skipulag með Gest Ólafsson í fararbroddi er nú orðið aðgengilegt á timarit.is Hægt að skoða tímaritið frá 1988 til ársins 1992 (9. - 13. árgang).
13. september 2024
Húsnæði til leigu fyrir arkitekta
Notaleg vinnuaðstaða fyrir arkitekta í Ingólfsstræti 5 fyrir tvo til fjóra arkitekta til útleigu.
13. september 2024
HJARK + sastudio hljóta fyrstu verðlaun í skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal
Arkitektastofurnar HJARK og sastudio hljóta fyrstu verðlaun í skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal.
11. september 2024
Vík Prjónsdóttir - Ævisaga
Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum og stofnendum Víkur Prjónsdóttur, rekur áhugaverða sögu verkefnisins á Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 15. september kl. 13:00.
11. september 2024
Félagsfólki Arkitektafélags Íslands býðst 20% afsláttur af öllum námskeiðum EHÍ
Félagsfólki Arkitektafélags Íslands býðst 20% afsláttur af öllum námskeiðum á dagskrá veturinn 2024-2025 hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
11. september 2024
Ertu að leita að vinnuaðstöðu?
Til leigu vinnustöðvar í björtu og fallegu skrifstofuhúsnæði á besta stað í miðbænum við Laugaveg / Grettisgötu.
10. september 2024
Salóme Guðmundsdóttir í stjórn HönnunarMars
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnendaráðgjafi og stjórnarkona tekur sæti í stjórn HönnunarMars. Hún hefur starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni undanfarinn áratug, lengst af sem framkvæmdastjóri Klak og síðar fyrir Eyri Venture Mangament og tengd félög sem stjórnandi og stjórnarmaður.
10. september 2024
HönnunarMars 2025 - umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember.
Opið er fyrir umsóknir á HönnunarMars 2025 sem fer fram í sautjánda sinn dagana 2. - 6. apríl. Vertu með! Umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember 2024.
9. september 2024
Hraunmyndanir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025
Verkefni s.ap arkitekta, Hraunmyndanir hefur verið valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025.
6. september 2024
Ferðamannastaðir-frá hugmynd til framkvæmdar
Fimmtudaginn 12. september kl. 9 standa Ferðamálastofa, Skipulagsstofnun og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs að kynningarfundi á Teams fyrir alla þá sem koma að uppbyggingu ferðamannastaða með einum eða öðrum hætti.
5. september 2024
HA? Kíkjum á það sem er að gerast
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnir vetrardagskrá, verkefni, áherslur og starfsemi þann 12. september. Öll velkomin!
5. september 2024
And Anti Matter tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week
And Anti Matter (&AM) tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week dagana 7.-8. september. &AM mun vera með flíkur úr línunni ANTI WORK sem kom út í febrúar á þessu ári og vöktu mikla lukku.
4. september 2024